Fara í efni

Staðsetning 11 nýrra starfa vegna aðgerða til að auka læsi skólabarna.Tillaga til ályktunar frá byggðaráði frá Bjarna Jónssyni.

Málsnúmer 1507059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 701. fundur - 09.07.2015

Byggðaráð Skagafjarðar fagnar fyrirhuguðu átaki til að efla læsi, en gagnrýnir að öll 11 ný störf ráðgjafa og teymisstjóra við innleyðingu aðgerða til eflingar læsis sem Námsmatsstofnun hefur auglýst, eigi að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Ráðgert er að starfsmennirnir muni starfa hjá nýrri stofnun, Menntamálastofnun en eigi að sinna öllu landinu og vera skólum og sveitarstjórnum til halds og trausts um aðgerðir til að auka læsi skólabarna. Er verkefnið hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók um umbætur í menntamálum.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir um opinber störf "Mikilvægt er að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa." Þá segir einnig að áhersla verði "lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu." Vart gefast betri tækifæri til að fylgja eftir þessum markmiðum ríkisstjórnarinnar en þegar hópur fólks er ráðinn til nýrrar stofnunar sem á að sinna þjónustu í samstarfi við sveitarstjórnir og skóla um allt land. Einnig vill byggðaráð minna á í þessu sambandi þriðju grein þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 þar sem fram kemur það markmið "að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins." Aðgerðir til þessa séu m.a. að "stefnt verði að því að á gildistíma áætlunarinnar snúist fækkun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins í fjölgun með nýjum verkefnum eða tilflutningi verkefna."

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Svavarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson