Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2017-2019

Málsnúmer 1507091

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 712. fundur - 08.10.2015

Lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2019 og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 10 "Þriggja ára áætlun 2017-2019". Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók til máls. Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2017-2019 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi samstæðunnar árið 2017 samtals 11.733 þús. króna, árið 2018 samtals 2.588 þús. króna og árið 2019 samtals 3.242 þús. króna.

Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 721. fundur - 03.12.2015

Unnið við þriggja ára áætlun 2017-2019.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 722. fundur - 07.12.2015

Lögð fram þriggja ára áætlun 2017-2019.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2019 og vísar henni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 52 "Þriggja ára áætlun 2017-2019." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 52 " Þriggja ára áætlun 2017-2019" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri, skýrði þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2017-2019.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

Þriggja ára áætlun 2017-2019 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.