Fara í efni

Þjóðlendur - dómur vegna afrétta á Tröllaskaga

Málsnúmer 1507113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 705. fundur - 13.08.2015

Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 330. fundur - 19.08.2015

Afgreiðsla 705. fundar byggðaráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015 með níu atkvæðum.