Fara í efni

Fundargerðir byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar

Málsnúmer 1508095

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 330. fundur - 19.08.2015

Fundargerðir frá fundum byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar, frá 9. 16. 23. og 30. júlí, lagðar fram til kynningar.

Björg Baldursdóttir kvaddi sér hljóðs og óskar að bókað verði við fundargerð byggðarráðs nr. 704 svo hljóðandi: "Undirrituð ítrekar að VG og óháðir standa ekki að samkomulagi v. Klappa Development ehf. um undirbúning álvers og setja alla fyrirvara um málið sbr. bókun í byggðarráði 30. júlí 2015"

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Það er dapurlegt að sjá að fulltrúi V lista í sveitarstjórn skuli taka þessa stefnubreytingu í þessi máli sem áður hafði verið sátt um að skoða, í byggðarráði."