Erindi vegna ruslagáma við Breið
Málsnúmer 1508121
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Hún segir m.a. að umgengnin við gámana sé vægast sagt hræðileg, gámarnir oft yfirfullir og enginn timburgámur á svæðinu. Í bréfinu er m.a. lagt til að svæðið í kringum gámana sé hreinsað, að timburgám verði bætt við og að sveitarfélagið komið þeim skilaboðum til þeirra sem nýta svæðið til sorplosunar að góðrar umgengni sé krafist.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir að bæta þurfi umgengni við gámasvæði. Svæðið var hreinsað eftir að bréfið barst. Kannað verður hvort bætt verði við timburgám á svæðið við fjárhagsáætlanagerð næsta árs.
Nefndin leggur til að kannað verði hvort starfsmaður landbúnaðarnefndar geti tekið að sér eftirlit með gámasvæðum þar sem þess er þörf.
Umhverfis- og samgöngunefnd harmar sinnuleysi og slæma umgengni við gámasvæði sveitarfélagsins og hvetur notendur gámasvæða að ganga betur um. Sorphirðumál í dreifbýli eru í heildarendurskoðun og stefnt er á að koma með tillögur að úrbótum fyrir fjárhagsáætlun 2016.