Fara í efni

Evrópsk samgönguvika 2015

Málsnúmer 1508130

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 112. fundur - 21.08.2015

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi Evrópska Samgönguviku sem haldin er 16. til 22. september ár hvert.
ár snýst þema vikunnar um fjölbreytta ferðamáta og er slagorð hennar þetta árið Veljum. Blöndum. Njótum. sem endurspeglar þá fjölbreyttu valkosti sem einstaklingar hafa til að ferðast. Áhersla er lögð á að einn ferðamáti þurfi ekki að útiloka annan - vel er hægt að fara gangandi, með strætó eða hjólandi til vinnu en aka svo á einkabílnum til að versla inn fyrir vikuna. Sömuleiðis er hægt að fara á bíl til vinnu einn daginn en hjóla annan, allt eftir aðstæðum hvers og eins. Lykillinn er fólginn í því að dregið er úr álagi á umhverfi og samgöngukerfi í hvert sinn sem einkabíllinn er hvíldur og aðrir valkostir nýttir, þótt einkabílnum sé ekki lagt til frambúðar.
Nefndin tekur undir áherslur verkefnisins og hvetur íbúa til að kynna sér inntak verkefnisins nánar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.