Fara í efni

Móttaka flóttafólks og sveitarfélög

Málsnúmer 1509008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 713. fundur - 15.10.2015

Byggðarráð bókaði á 708. fundi sínum þann 3. september 2015 eftirfarandi: "Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir fullum vilja sínum til að taka þátt í því mikilvæga og aðkallandi verkefni er viðkemur komu flóttamanna frá Sýrlandi til Íslands.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja sig í samband við fulltrúa velferðarráðuneytisins og fá nánari upplýsingar um verkefnið og kanna með hvaða hætti Sveitarfélagið Skagafjörður getur orðið að liði og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi þess.
Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið sama."
Nú hefur borist tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu, dagsettur 13. október 2015, þar sem ráðuneytið þakkar þann áhuga og velvilja sem sveitarfélagið hefur sýnt áformum um móttöku flóttafólks. Boðar ráðuneytið þau sveitarfélög sem sýnt hafa áhuga á móttöku flóttafólks til kynningarfundar þann 23. október 2015, þar sem þeim verður kynnt nánar hvað felst í móttöku flóttafólks.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri sjái til þess að fulltrúi sveitarfélagsins verði á kynningarfundinum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 713. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.