Fara í efni

Móttaka flóttamanna á Íslandi - erindi frá Hólum

Málsnúmer 1509314

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 711. fundur - 01.10.2015

Lagt fram bréf dagsett 22. september 2015 frá nokkrum íbúum að Hólum í Hjaltadal varðandi móttöku flóttamanna á Íslandi. Fagna þau ályktun byggðarráðs frá 3. september 2015 um móttöku flóttafólks og vilja meðal annars vekja athygli sveitarfélagins á friðsælu og fjölskylduvænu umhverfi Hóla í Hjaltadal til búsetu fyrir barnafjölskyldur.
Byggðarráð þakkar bréfriturum erindið og mun hafa það til hliðsjónar í vinnslu verkefnisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum