Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

711. fundur 01. október 2015 kl. 09:00 - 10:03 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um upplýsingar vegna vatnsflóða

Málsnúmer 1509316Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Veðurstofu Íslands dagsett 22. september 2015. Leitað er eftir upplýsingum vegna gerðar hættumats vegna vatnsflóða m.a. í Héraðsvötnum í Skagafirði, s.s. samantekt yfir söguleg flóð, mat á umfangi og áhrifum þeirra. Veðurstofan óskar eftir að sveitarfélagið útnefni tengilið varðandi gagnasöfnun og eða gagnaafhendingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra umsjón með verkefninu.

2.Móttaka flóttamanna á Íslandi - erindi frá Hólum

Málsnúmer 1509314Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 22. september 2015 frá nokkrum íbúum að Hólum í Hjaltadal varðandi móttöku flóttamanna á Íslandi. Fagna þau ályktun byggðarráðs frá 3. september 2015 um móttöku flóttafólks og vilja meðal annars vekja athygli sveitarfélagins á friðsælu og fjölskylduvænu umhverfi Hóla í Hjaltadal til búsetu fyrir barnafjölskyldur.
Byggðarráð þakkar bréfriturum erindið og mun hafa það til hliðsjónar í vinnslu verkefnisins.

3.Verið Vísindagarðar ehf. - aðalfundarboð 2015

Málsnúmer 1509302Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. september 2015 varðandi aðalfundarboð Versins Vísindagarða ehf. þann 8. október n.k.
Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og fari með atkvæðisrétt þess.

4.Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni - ráðstefna 26. okt

Málsnúmer 1509215Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 16. september 2015 um ráðstefnu um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni sem verður haldin í Reykjavík þann 26. október 2015. Rætt verður um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi og hvað getum við lært af norrænum umbótaverkefnum?

5.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2015

Málsnúmer 1509152Vakta málsnúmer

Kynnt að fulltrúar sveitarfélagsins fá fundartíma með fjárlaganefnd Alþingis miðvikudaginn 7. október 2015.

6.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fyrir fjárhagsáætlunargerð 2016-2019.

7.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNV frá 8. og 15. september lagðar fram til kynningar á 711. fundi byggðarráðs þann 1. október 2015.

8.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 21. september 2015.

9.Áhrif Héðinsfjarðaganga - ráðstefna

Málsnúmer 1509341Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. september 2015 frá Fjallabyggð þar sem sveitarstjórn sveitarfélagsins er boðin á ráðstefnu sem haldin er af Fjallabyggð og Háskólanum á Akureyri, þann 2. október 2015 í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, um áhrif Héðinsfjarðarganga á samgöngur, efnahagslíf og samfélag í Fjallabyggð.

10.Rekstrarupplýsingar 2015

Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - ágúst 2015.

Fundi slitið - kl. 10:03.