Fara í efni

Beiðni um upplýsingar vegna vatnsflóða

Málsnúmer 1509316

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 711. fundur - 01.10.2015

Lagt fram erindi frá Veðurstofu Íslands dagsett 22. september 2015. Leitað er eftir upplýsingum vegna gerðar hættumats vegna vatnsflóða m.a. í Héraðsvötnum í Skagafirði, s.s. samantekt yfir söguleg flóð, mat á umfangi og áhrifum þeirra. Veðurstofan óskar eftir að sveitarfélagið útnefni tengilið varðandi gagnasöfnun og eða gagnaafhendingu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra umsjón með verkefninu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum