Rætur bs. undanþága frá íbúafjölda þjónustusvæða - upplýsingar
Málsnúmer 1510009
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 712. fundur - 08.10.2015
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi velferðarráðuneytis til Róta bs., dagsett 30. september 2015 varðandi undanþágu frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. Fram kemur í bréfinu að ráðuneytið hefur fallist á erindi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar og heimilað þeim að stofna sérstakt þjónustusvæði, tímabundið í eitt ár frá 1. janúar 2016. Brotthvarf Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar úr byggðasamlaginu Rótum hefur það í för með sér að byggðasamlagið uppfyllir ekki lengur ákvæði um lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða. Fram kemur einnig að velferðarráðherra fellst á að Rætur bs. starfi tímabundið sem sérstakt þjónustusvæði í Skagafirði og Húnavatnssýslum í eitt ár, frá og með 1. janúar 2016 að telja.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015
Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 224. fundur - 02.11.2015
Bréf Velferðarráðuneytisins varðandi undanþágu frá íbúafjölda þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra, dags. 30 september 2015, lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 224. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.