Tillaga um mat á áhrifum mögulegra niðurfellinga tolla á landbúnað og úrvinnslu landbúnaðarvara í Skagafirði
Málsnúmer 1510035
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015
Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 17.11.2015
Tekið fyrir erindi sem vísað var til nefndarinnar frá byggðarráði. Starfsmenn nefndarinnar hafa kannað möguleika á öflun umbeðinna upplýsinga og leitað samstarfs við aðrar stofnanir en torvelt hefur reynst að fá fram tölulegar upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir til grundvallar úttekt. Komið hefur í ljós að hagsmunasamtök eru með í skoðun slíka úttekt á landsvísu og telur nefndin rétt að bíða niðurstöðu þar að lútandi áður en tekin verður ákvörðun um frekari vinnu.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kom til fundar að nýju kl. 11:50.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember með níu atkvæðum.
Lagt er til að Sveitarfélagið Skagafjörður standi fyrir úttekt á fjölda starfa í landbúnaði á svæðinu ásamt úrvinnslufyrirtækjum í mjólk og kjötvinnslu, afleiddum þjónustugreinum og mögulegum áhrifum nýrra samninga við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla á erlendar landbúnaðarafurðir á fjölda starfa, veltu og afkomu í landbúnaði, matvælavinnslu og matvælagerð. Afnám tolla í þeim mæli sem samningarnir gera ráð fyrir geta haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér fyrir landbúnað og matvælavinnslu í Skagafirði og því mikilvægt að fyrir liggi mat á áhrifum svo mikilla breytinga á afkomu fjölda fólks og Skagfirskt samfélag.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til meðferðar hjá atvinnu-, menningar og kynningarnefnd. Mælst er til þess að nefndin athugi með liðsinni Byggðastofnunar að vinna slíka greiningu.