Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt að taka fyrir með afbrigðum mál nr. 1511130, fjárhagsáætlun 2016 kynningarmál og mál nr. 1511129, samningur um styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar.
1.Rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð 2015
Málsnúmer 1511055Vakta málsnúmer
Halldór Gunnlaugsson frá Tjöldum í Skagafirði kom til fundar og kynnti rekstur tjaldsvæðanna í Skagafirði 2015.
2.Fyrirspurn um land undir hjólhýsastæði í Varmahlíð
Málsnúmer 1511049Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá Varmahlíðarstjórn um land undir fastastæði fyrir hjólhýsi í Varmahlíð. Formaður Varmahlíðarstjórnar kom til fundar og kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Nefndin felur starfsmönnum að kanna kostnað við slíka uppbyggingu en mun ekki leggja til að fjármagn til slíkrar uppbyggingar fari inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
3.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2016
Málsnúmer 1511116Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir Héraðsbókasafn Skagafirðinga sem gildir frá 1. janúar 2016.
4.Fjárhagsáætlun 2016 - menningarmál
Málsnúmer 1511025Vakta málsnúmer
Samþykkt drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir menningarmál.
5.Fjárhagsáætlun 2016 - atvinnu- og ferðamál
Málsnúmer 1511027Vakta málsnúmer
Samþykkt drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir atvinnu- og ferðamál.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:55.
6.Atvinnulífssýning í Skagafirði
Málsnúmer 1511113Vakta málsnúmer
Kynntar niðurstöður óformlegrar skoðanakönnunar um tíðni atvinnulífssýninga í Skagafirði. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að halda ekki slíka sýningu á árinu 2016 en kanna þess í stað grundvöll fyrir annars konar kynningu á skagfirsku atvinnulífi með því að hvetja fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi á einhverjum tilteknum degi vorið 2016. Starfsmönnum falið að kanna hug forsvarsmanna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um með hvaða hætti mætti útfæra þá hugmynd.
7.Tillaga um mat á áhrifum mögulegra niðurfellinga tolla á landbúnað og úrvinnslu landbúnaðarvara í Skagafirði
Málsnúmer 1510035Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi sem vísað var til nefndarinnar frá byggðarráði. Starfsmenn nefndarinnar hafa kannað möguleika á öflun umbeðinna upplýsinga og leitað samstarfs við aðrar stofnanir en torvelt hefur reynst að fá fram tölulegar upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir til grundvallar úttekt. Komið hefur í ljós að hagsmunasamtök eru með í skoðun slíka úttekt á landsvísu og telur nefndin rétt að bíða niðurstöðu þar að lútandi áður en tekin verður ákvörðun um frekari vinnu.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kom til fundar að nýju kl. 11:50.
8.Samningur styrk til reksturs upplýsngamiðstöðvar
Málsnúmer 1511129Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að samningi á milli Ferðamálastofu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skilyrtan styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á árinu 2016. Óskað var eftir athugasemdum sveitarfélagsins, ef einhverjar væru, fyrir 1. desember 2015. Nefndin felur starfsmönnum að gera athugasemdir við samningsdrögin í samræmi við umræður á fundinum, m.a. hvað lýtur að fjármagni, opnunartíma o.fl.
9.Fjárhagsáætlun 2016 - Kynningarmál
Málsnúmer 1511130Vakta málsnúmer
Samþykkt drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir kynningarmál.
10.Gjaldskrá listasafns
Málsnúmer 1511098Vakta málsnúmer
Forstöðumaður Listasafns Skagfirðinga kom til fundar og kynnti drög að nýrri gjaldskrá fyrir safnið. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir Listasafn Skagfirðinga sem gildir frá 1. janúar 2016.
11.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2016
Málsnúmer 1511114Vakta málsnúmer
Héraðsskjalavörður kom til fundar við nefndina og kynnti drög að nýrri gjaldskrá fyrir safnið. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir Héraðsskjalasafn Skagafirðinga sem gildir frá 1. janúar 2016.
12.Verkefni Héraðsskjalasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1511115Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór í lok fundar í heimsókn á Héraðsskjalasafn Skagfirðinga til að kynna sér starfsemi safnsins undir handleiðslu héraðsskjalavarðar.
Fundi slitið - kl. 12:20.