Fara í efni

Móttaka sveitarfélaga á flóttamönnum

Málsnúmer 1510061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 713. fundur - 15.10.2015

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. oktober 2015 og afrit af bréfi sambandsins til velferðar- og innanríkisráðuneyta dagsett 29. september 2015. Í bréfi sambandsins kemur meða annars fram að málefni flóttamanna eru í brennidepli og mörg sveitarfélög hafa samþykkt ályktanir um að taka á móti flóttamönnum sem nýjum íbúum. Ljóst er að upp er komin alveg ný staða í flóttamannamálum sem kallar á markvissar og samstilltar aðgerðir allra hlutaðeigandi, þ.á.m. sveitarfélaga. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallaði um málið á síðasta fundi sínum 11. sepember s.l. og samþykkti að sambandið skuli bjóða sveitarfélögunum aðstoð sína vegna undirbúnings komu flóttamanna og beita sér gagnvart ríkisvaldinu til hagsbóta fyrir þau. Sambandið hefur sett á laggirnar teymi til að hafa umsjón með þessu máli. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem hafi ályktað um móttöku flóttamanna eða íhugi að taka má móti flóttamönnum tilnefni einn eða fleiri tengiliði við teymið.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði tengiliður sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 713. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.