Fara í efni

Málefni leik- og grunnskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 1510067

Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 31. fundur - 12.10.2015

Farið var yfir þá alvarlegu stöðu sem skapast á Varmahlíðarsvæðinu þegar eina starfandi dagforeldrið þar lætur af störfum í næsta mánuði. Nokkrar úrlausnir eru nú í skoðun og er þess vænst að hægt verði að kynna raunhæfa lausn á næstu dögum. Nefndin telur mjög mikilvægt að unnið verði hratt að því að leysa mál og koma vel til móts við þá foreldra sem þurfa á vistun að halda fyrir börn sín. Sviðsstjóra fjölsyldusviðs falið að vinna að framgangi málsins í samræmi við umræður fundarins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Fundargerð 30. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 713. fundur - 15.10.2015

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá leigusamningi við Kaupfélag Skagfirðinga um leigu á húsnæði sem hýsti pósthúsið fyrrum í Varmahlíð. Einnig samþykkir byggðarráð að starfsemi Birkilundar verði að hluta í þessu húsnæði til bráðabirgða og að framkvæmdafé við breytingar þess verði teknar af fjárveitingu ársins 2015 vegna leik- og grunnskóla í Varmahlíð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 713. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 32. fundur - 19.11.2015

Farið yfir stöðu mála vegna smábarnadeildar við Leikskólann Birkilund. Lagðar fram teikningar og kostnaðaráætlun vegna breytinga við húsnæðið. Nefndin samþykkir framkomnar teikningar og kostnaðaráætlun. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið um áramót.

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Fundargerð 32. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. Desember 2015 með níu atkvæðum.