Fara í efni

Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2016

Málsnúmer 1511064

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 225. fundur - 11.11.2015

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði í 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 718. fundur - 19.11.2015

Þannig bókað á 225. fundi félags- og tómstundanefndar þann 11. nóvember 2015 og vísað til afgreiðslu byggðarráðs.
"Félags- og tómstundanefnd samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016."

Byggðarráð samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2016 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 "Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2016" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 225. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2016, sem samþykkt var á 225. fundi félags- og tómstundanefndar og á 718. fundi byggðarráði 19. nóbember 2015.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2016 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016.

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.