Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

225. fundur 11. nóvember 2015 kl. 13:00 - 15:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Niðurgreiðslur dagggæslu barna 2016. Gjaldskrá

Málsnúmer 1511066Vakta málsnúmer

Formaður leggur til að niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum verði óbreyttar á árinu 2016 frá því sem nú er. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir foreldra sem eru giftir eða í sambúð er kr. 244 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 42.909 á mánuði og fyrir foreldra sem eru einstæðir eða báðir í fullu námi kr. 307 fyrir hverja keypta klukkustund, að hámarki kr. 54.102 á mánuði.Tillagan er samþykkt. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.

2.Gjaldskrá 2016 Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1511063Vakta málsnúmer

Formaður leggur til að samanlagt daggjald notanda í Dagdvöl aldraðra verði 1.530 kr. í stað 1.320 nú. Sú hækkun nær tæplega hækkun matargjaldsins frá HSN. Tillagan er samþykkt.

3.Gjaldskrá 2016 Heimaþjónusta

Málsnúmer 1511062Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir óbreyttra gjaldskrá fyrir árið 2016. Gjaldið er sem hér segir: Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2016 verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2016 með 8% persónuálagi, 13,04 % orlofi og 15% launatengdum gjöldum. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka uppbót (framfærsluviðmið) frá almannatryggingum, eins og sú upphæð verður ákvörðuð af TR í janúar 2016. Einnig þeir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka.
Upphæðir gjalds og viðmiðunarmarka verði reiknaðar þegar kjarasamningar og ákvörðun lífeyrisbóta TR liggja fyrir og lagðar fram til staðfestingar í félags- og tómstundanefnd/byggðaráði.

4.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2016

Málsnúmer 1511064Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2015 verði eins og verið hefur að hámarki 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvember 2015 og verði í 151.034 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2016.

5.Fjárhagsáætlun 2016 - málaflokkur 02

Málsnúmer 1510225Vakta málsnúmer

Farið var yfir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2016 fyrir málaflokk 02, síðari umræða í nefndinni. Nefndin samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

6.Opnunartími sundlauga 2016

Málsnúmer 1511052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að opnun sundlauga í Skagafirði árið 2016. Tillagan samþykkt.

7.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2016

Málsnúmer 1511050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði. Hún gerir ráð fyrir óbreyttum aðgangseyri að undanskildu stöku gjaldi í sundlaugar og leigu á sundlaugum til hópa.

8.Hvatapeningar

Málsnúmer 1510224Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag hvatapeninga vegna iðkunar íþrótta og tómstunda. Málinu frestað til næsta fundar.

9.Fjárhagsáætlun 2016 - málaflokkur 06

Málsnúmer 1510222Vakta málsnúmer

Farið var yfir tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2016 fyrir málaflokk 06, síðari umræða í nefndinni. Nefndin samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

10.Opnunartími sundlauga jólin 2015

Málsnúmer 1511053Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að opnun íþróttamannvirkja yfir jól og áramót 2015. Tillagan samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:50.