Atvinnulífssýning í Skagafirði
Málsnúmer 1511113
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 17.11.2015
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:55.
Kynntar niðurstöður óformlegrar skoðanakönnunar um tíðni atvinnulífssýninga í Skagafirði. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að halda ekki slíka sýningu á árinu 2016 en kanna þess í stað grundvöll fyrir annars konar kynningu á skagfirsku atvinnulífi með því að hvetja fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök til að opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi á einhverjum tilteknum degi vorið 2016. Starfsmönnum falið að kanna hug forsvarsmanna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka um með hvaða hætti mætti útfæra þá hugmynd.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember með níu atkvæðum.