Fara í efni

Beiðni um fjárveitingu til framkvæmda í félagsheimilinu Melsgili

Málsnúmer 1511117

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 718. fundur - 19.11.2015

Lagt fram bréf dagsett 13. nóvember 2015 frá hússtjórn félagsheimilisins Melsgils og Kvenfélagi Staðarhrepps þar sem óskað er eftir fjárveitingu til framkvæmda og endurbóta við félagsheimilið Melsgil í upphafi ársins 2016.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 718. fundar byggðaráðs staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 29. fundur - 19.01.2016

Tekið fyrir erindi frá hússtjórn Melsgils þar sem vakin er athygli á að Sigfús Helgason óskar lausnar úr stjórninni. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Sigfúsi fyrir vel unnin störf í hússtjórn og samþykkir að skipa Helga Jóhann Sigurðsson á Reynistað í stjórnina í hans stað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 29. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.