Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.
Málsnúmer Vakta málsnúmer
1.1.Kæra á ákvörðun Sv.fél. Skagafjarðar v/ Drekahlíð 4 - breikkun innkeyrslu
Málsnúmer 1512077Vakta málsnúmer
1.2.Víðigrund 24, 3.h.h. - 213-2410 - kauptilboð
Málsnúmer 1512191Vakta málsnúmer
2.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28
Málsnúmer 1511016FVakta málsnúmer
2.1.Beiðni um samstarf um stefnumótun
Málsnúmer 1511153Vakta málsnúmer
2.2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016
Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer
Bókunin hljóðar svo:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá niðurstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að vilja ekki endurskoða ákvörðun sína um úthlutun byggðakvóta til Sauðárkróks og Hofsóss.
Ráðuneytið kýs að hafa að engu skýringar og ábendingar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar varðandi vinnslu rækju af Íslandsmiðum á síðasta fiskveiðiári á Sauðárkróki og kemst fyrir vikið að þeirri niðurstöðu að úthluta engum byggðakvóta til Sauðárkróks á yfirstandandi fiskveiðiári.
Ljóst er að niðurfelling byggðakvóta til Sauðárkróks mun hafa áhrif á afkomu upp undir 20 smábátaeigenda og fjölskylda þeirra sem stunda útgerð frá Sauðárkróki og heggur í raun stórt skarð í tekjur þeirra.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar allri ábyrgð þessa gjörnings yfir á atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um leið og sveitarstjórn ítrekar fyrri áskorun atvinnu- menningar- og kynningarnefndar, um að ákvörðunin verði endurskoðuð.
Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
2.3.Nýtingaráætlun Menningarhússins Miðgarðs
Málsnúmer 1512121Vakta málsnúmer
3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 29
Málsnúmer 1601002FVakta málsnúmer
3.1.Beiðni um fjárveitingu til framkvæmda í félagsheimilinu Melsgili
Málsnúmer 1511117Vakta málsnúmer
3.2.Umsókn um styrk til að opna vinnustofu
Málsnúmer 1601047Vakta málsnúmer
3.3.Uppsögn á samningi um rekstur Ljósheima
Málsnúmer 1601043Vakta málsnúmer
3.4.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016
Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer
4.Skipulags- og byggingarnefnd - 280
Málsnúmer 1512009FVakta málsnúmer
4.1.Umsókn um lóð á Faxatorgi
Málsnúmer 1512231Vakta málsnúmer
Undirritaður tekur undir afgreiðslu skipulags og byggingarnefndar. Bygging nýs 60-80 herbergja hótels á Sauðárkróki yrði mikil lyftistöng fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu.
Vert er að benda á að framundan er deiliskipulagsferli á þeim reit sem sótt er um undir hótelið. Þar gefst íbúum tækifæri til að koma að athugasemdum og tillögum áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um mögulegar útfærslur eða staðsetningu á slíku hóteli ef af verður. Skiptar skoðanir eru um staðsetninguna og má þann áherslumun eins og víðar finna í sveitarstjórnarhóp VG og óháðra.
Bjarni Jónsson, V lista
Afgreiðsla 280. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
4.2.Kálfárdalur - 145945 - Umsókn um lóðarstofnun
Málsnúmer 1511223Vakta málsnúmer
4.3.Sauðárkrókur - "Hannesarskjól"
Málsnúmer 1512193Vakta málsnúmer
4.4.Kauptilboð - Kvistahlíð 13
Málsnúmer 1601192Vakta málsnúmer
4.5.Aðalgata 14 efri hæð. - Beiðni um breytta notkun
Málsnúmer 1512054Vakta málsnúmer
4.6.Víðigrund 5 - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1512021Vakta málsnúmer
4.7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18
Málsnúmer 1512008FVakta málsnúmer
5.Veitunefnd - 22
Málsnúmer 1512004FVakta málsnúmer
5.1.Matsgerð vegna afnotagjalds hitaveitna
Málsnúmer 1512048Vakta málsnúmer
5.2.Beiðni um kynningarfund vegna hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.
Málsnúmer 1512053Vakta málsnúmer
5.3.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
5.4.Vatnsveita á Steinsstöðum - erindi frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni
Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer
5.5.Skagafjarðarveitur - veittir afslættir 2015
Málsnúmer 1512052Vakta málsnúmer
Undirrituð leggja til, að veitunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar setji sér vinnureglur um meðferð og ákvarðanatöku varðandi umsóknir um afslátt af gjaldskrá til fyrirtækja.
Greinargerð:
Veitunefnd samþykkti á fundi 15. júní 2015 sem staðfest var af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjrðar 24.júní 2015, breytingar á gjaldskrá þar sem stærri notendum og nýsköpunarfyrirtækjum er boðið að sækja um allt að 70% afslátt af heitu vatni sé nægilegt vatn og flutningsgeta til staðar. Augljóslega getur þetta ákvæði verið nýjum fyrirtækjum mikil lyftistöng. Hins vegar er mikilvægt að setja skýran ramma um hvernig þessi afsláttarkjör eru veitt og að allt umsóknarferlið sé gagnsætt. Mikilvægt er að veitunefnd fjalli um hverja umsókn og upplýsingar um afslætti verða að vera aðgengilegar öðrum notendum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra.
Þá tóku til máls, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi 2. varaforseta, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Ásta Björg Pálmadóttir, Bjarni Jónsson og Ásta Björg Pálmadóttir.
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu og var hún felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Rétt er að árétta það að verklag sveitarfélagsins varðandi afsláttarkjör sem kveðið er á um í gjaldskrám hefur ekkert breyst frá því sem verið hefur á undaförnum árum. Umsókn um afslátt er send til sveitarfélagsins og falli umsóknin undir þann ramma sem settur er í gjaldskrá hverju sinni er afsláttur veittur samkvæmt samþykktum.
Sú gjaldskrá sem hér um ræðir var samþykkt í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. júní 2015 mótatkvæðalaust
Bjarni Jónsson tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson.
Afgreiðsla 22. fundar veitunefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
6.Gjaldskrá 2016 - Heimaþjónusta
Málsnúmer 1511062Vakta málsnúmer
Bókað var eftirfarandi: Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2016 verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2016 með 8% persónuálagi, 13,04% orlofi og 15% launatengdum gjöldum."
Bókunin skal hljóða þannig: Gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2016 verði miðað við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. janúar 2016 með 8% persónuálagi, 13,04% orlofi og 25% launatengdum gjöldum."
Leiðrétt bókun borin upp til afreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
7.Ósk um ársleyfi frá nefndarstörfum.
Málsnúmer 1601145Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykktir að veita Einari ársleyfi, eða til 20. janúar 2017 og þakkar honum jafnframt störf hans í þágu sveitarfélagsins.
Forseti gerir tillögu um Björgu Baldursdóttur sem aðalmann í leyfi Einars, og Sigurlaugu K. Konráðsdóttur sem varamann í stað Bjargar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þær því réttkjörnar.
8.Fundagerðir stjórnar 2015 - Heilbr.eftirl. Nl.v
Málsnúmer 1501009Vakta málsnúmer
9.Fundargerðir stjórnar 2015 - SÍS
Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer
9.1.Víðigrund 24, 3.h.h. - 213-2410 - kauptilboð
Málsnúmer 1512191Vakta málsnúmer
9.2.Tillaga um stofnun sameignlegs félags á sviði úrgangsmála á Norðurlandi
Málsnúmer 1511037Vakta málsnúmer
9.3.Rætur bs. - aðalfundur 2015
Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer
9.4.Aðalfundur Róta bs - breyting á skipan varafulltrúa
Málsnúmer 1512074Vakta málsnúmer
9.5.Náttúrustofa - v. 2013 og 2014
Málsnúmer 1512067Vakta málsnúmer
9.6.Rotþró við Ströngukvíslarskála
Málsnúmer 1509110Vakta málsnúmer
9.7.Skjólgarður fyrir smábátahöfn
Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer
9.8.Niðurstaða endurmats vegna yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk
Málsnúmer 1512026Vakta málsnúmer
9.9.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV
Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 724
Málsnúmer 1601001FVakta málsnúmer
10.1.Aðalgata 15 Ólafshús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1512125Vakta málsnúmer
10.2.Aðalgata 16,Kaffi Krókur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1512133Vakta málsnúmer
10.3.Aðalgata 7,Mælifell - Umsagnarbeiðni vegna rektrarleyfis
Málsnúmer 1512132Vakta málsnúmer
10.4.Beitarhólf í og við Hofsós
Málsnúmer 1512093Vakta málsnúmer
10.5.Umsókn um lækkun fasteignaskatts 2015
Málsnúmer 1512250Vakta málsnúmer
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 723
Málsnúmer 1512005FVakta málsnúmer
11.1.Grenihlíð 26 e.h. - 213-1638, kauptilboð
Málsnúmer 1512229Vakta málsnúmer
11.2.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél
Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer
11.3.Rætur b.s. um málefni fatlaðra - fundargerðir 2015
Málsnúmer 1501005Vakta málsnúmer
11.4.Uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á rekstrargrunni
Málsnúmer 1512179Vakta málsnúmer
11.5.Hvammur 145895 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1512124Vakta málsnúmer
11.6.Rekstrarupplýsingar 2015
Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 725
Málsnúmer 1601004FVakta málsnúmer
12.1.Bréf til sveitarfélaga vegna vinnu um samræmda lóðaafmörkun
Málsnúmer 1601136Vakta málsnúmer
12.2.Sundlaug Sauðárkróks
Málsnúmer 1601183Vakta málsnúmer
12.3.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði)
Málsnúmer 1511139Vakta málsnúmer
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafnar alfarið þeirri aðferðarfræði sem sett er fram í framlögðu frumvarpi um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna bankaskatts. Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að sérstöku framlagi Jöfnunarsjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breytingum.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að þessu framlagi verði útdeilt í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga samkvæmt viðurkenndum og þekktum leikreglum sjóðsins. Verði vikið frá því er komið fordæmi sem óljóst er hvaða afleiðingar munu hafa á sveitarfélög á landsbyggðinni og íbúa þeirra."
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarki Tryggvason
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Viggó Jónsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Afgreiðsla 725. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
12.4.Reykjavíkurflugvöllur
Málsnúmer 1601185Vakta málsnúmer
12.5.Þjónusta við fatlað fólk
Málsnúmer 1601186Vakta málsnúmer
12.6.Vinabæjarmót í Skagafirði 2016
Málsnúmer 1510153Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:00.