Fara í efni

Beiðni um samstarf um stefnumótun

Málsnúmer 1511153

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 17.12.2015

Tekið fyrir erindi frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði þar sem leitað er eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að vinna að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð. Félagið telur mjög mikilvægt að fara í þessa vinnu til að móta stefnu til framtíðar í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein og leggur til að fenginn verði utanaðkomandi aðili til þess að skipuleggja og leiða vinnuna.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið sem fellur vel að stefnu nefndarinnar og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Nefndin felur starfsmönnum hennar að ræða við félagið um nánari útfærslu vinnunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.