Fara í efni

Golfklúbburinn - veðheimild

Málsnúmer 1511209

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 720. fundur - 26.11.2015

Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks dagsett 25. nóvember 2015, þar sem klúbburinn fer þess á leit að fá heimild til að verðsetja fasteign klúbbsins á Hlíðarenda, landnúmer 143908, vegna endurfjármögnunar og fjárfestinga. Samkvæmt lóðarleigusamningi frá árinu 2009 þarf klúbburinn leyfi sveitarstjórnar til slíkrar aðgerðar. Einnig er óskað leyfis til að rífa tvo litla skúra sem notaðir hafa verið sem kylfugeymslur og eru orðnir ónýtir.
Byggðarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Sauðárkróks veðheimild, landnúmer 143908. Einnig heimilar byggðarráð klúbbnum að fjarlægja tvo geymsluskúra af landinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 720. fundar byggðaráðs staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.