Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár
Málsnúmer 1509167Vakta málsnúmer
2.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél
Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer
3.Aðalfundur 2015 - Eyvindarstaðaheiði
Málsnúmer 1506010Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fund með fulltúum Húnavatnshrepps.
4.Umsóknir um leigu - Lóð 32 á Nöfum
Málsnúmer 1511084Vakta málsnúmer
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 32 á Nöfum til Ingimars Ástvaldssonar, kt. 201259-3719 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.
5.Umsóknir um leigu - Lóð 27 á Nöfum
Málsnúmer 1511083Vakta málsnúmer
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 27 á Nöfum til Þórarins Hlöðverssonar, kt. 141163-5669 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.
6.Umsóknir um leigu - Lóð 25 á Nöfum
Málsnúmer 1511082Vakta málsnúmer
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 25 á Nöfum til Sigurbjörns Pálssonar, kt. 260347-7219 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.
7.Umsóknir um leigu - Lóð 24 á Nöfum
Málsnúmer 1511081Vakta málsnúmer
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 24 á Nöfum til Auðbjargar Pálsdóttur, kt. 170150-4309 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.
8.Skagfirðingabr.24, Grettistak - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1511181Vakta málsnúmer
Forsvarsmaður er Jón Daníel Jónsson, Raftahlíð 59, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
9.Lambanes-Reykir 146842(214-4120) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1511204Vakta málsnúmer
Forsvarsmaður er Stefanía Leifsdóttir, Brúnastöðum, 570 Fljót.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
10.Golfklúbburinn - veðheimild
Málsnúmer 1511209Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Sauðárkróks veðheimild, landnúmer 143908. Einnig heimilar byggðarráð klúbbnum að fjarlægja tvo geymsluskúra af landinu.
11.Sorphirða - gjaldskrá 2016
Málsnúmer 1511168Vakta málsnúmer
"Lögð var fyrir gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagt er til að gjaldskrá hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2016.
Breytingar eru eftirfarandi;
Sorphirðugjald á íbúð, íbúðarhúsnæði í þéttbýli verður 17.595 kr. í stað 17.000 kr.
Sorpeyðingargjald á íbúð, íbúðarhúsnæð í þéttbýli verður 15.525 kr. í stað 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald, bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi verður 46.575 kr. í stað 45.000 kr.
Sorpeyðingargjald, íbúðarhúsnæði í dreifbýli verður 15.525 kr. í stað 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir verður 15.525 kr. í stað 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald, gripahús á skipulögðum svæðum verður 4.140 kr. í stað 4.000 kr.
Nefndin samþykkir breytta gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
12.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2016
Málsnúmer 1511172Vakta málsnúmer
"Lögð var fyrir gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagt er til að gjaldskrá hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2016.
Breytingar eru eftirfarandi;
Árlegt leyfisgjald fyrir hund verður 10.350kr. í stað 10.000 kr.
Árlegt leyfisgjald fyrir kött verður 7.245 kr. í stað 7.000 kr.
Handsömunargjald verður 10.350 kr. í stað 10.000 kr.
Handsömunargjald eftir fyrstu handsömun verður 20.700 kr. í stað 20.000 kr.
Nefndin samþykkir breytta gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
13.Fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer
14.Gjaldskrá tónlistarskóla frá 1. janúar 2016
Málsnúmer 1511141Vakta málsnúmer
"Lagt er til að gjöld í tónlistarskóla hækki um 3.5% frá 1. janúar 2016.
Árgjald fyrir hálft nám í grunnnámi hækkar úr 46.773 kr. í 48.410 kr.
Árgjald fyrir fullt nám hækkar úr 70.159 kr. í 72.615 kr.
Árgjald fyrir mið- og framhaldsnám hækkar úr 82.620 kr. í 85.512 kr.
Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi.
Gjald fyrir hljóðfæraleigu hækkar úr 10.800 kr. í 11.178 kr.
Veittur er systkinaafsláttur af skólagjöldum, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
15.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2016
Málsnúmer 1509311Vakta málsnúmer
"Lögð var fram til samþykktar tillaga Einars Ágústs Gíslasonar, yfirhafnarvarðar, að breyttri gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2016.
Lagt er til að almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 2,2 % samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Lagt er til að útseld vinna hækki um 7,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði.
Nefndin samþykkir breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
16.Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2016
Málsnúmer 1511143Vakta málsnúmer
"Lagt er til að dvalargjald í leikskóla hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2016.
Mánaðargjald fyrir fjögurra tíma vistun hækkar úr 10.907 kr. í 11.288 kr.
Sérgjald fyrir sama tíma hækkar úr 7.637 kr. í 7.905 kr. Lágmarksvistunartími er eftir sem áður fjórar klukkustundir.
Systkinaafsláttur er óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
17.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2016
Málsnúmer 1511050Vakta málsnúmer
Sundlaugar:
Börn að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu gjaldfrjáls.
Önnur börn 0 - 6 ára 0 kr.
Önnur börn yngri en 18 ára. Hækkun úr 250 kr. í 300 kr. (20,0%).
10 miða kort barna. Hækkun úr 1.650 kr. í 1.700 kr. (3,0%).
Eldri borgarar, með lögheimili í sveitarfélaginu gjaldfrjálsir.
Öryrkjar, með lögheimili í sveitarfélaginu gjaldfrjálsir.
Aðrir öryrkjar. Hækkun úr 250 kr. í 300 kr. (20,0%).
Fullorðnir í sund/gufu. Hækkun úr 600 kr. í 700 kr. (16,7%).
Klukkutíma einkatími í gufu. Hækkun úr 4.500 kr. í 4.650 kr. (3,3%).
10 miða kort fullorðinna. Hækkun úr 4.500 kr. í 4.650 kr. (3,3%).
30 miða kort fullorðinna. Hækkun úr 9.500 kr. í 9.850 kr. (3,7%).
Árskort lækkar úr 30.500 kr. í 31.500 kr. (3,3%).
Gufubað innifalið í sundaðgangi.
Infra-rauð sauna innifalið í sundaðgangi.
Sundföt - leiga, 600 kr.
Handklæði - leiga, 600 kr.
Endurútgáfa á þjónusturkorti 550 kr.
Opnun sundlauga utan auglýsts opnunartíma. Hækkun úr 10.000 kr. í 20.000 kr. (100,0%).
Íþróttasalir:
Sauðárkrókur - 3/3 salur hækkar úr 9.600 kr. í 9.950 kr. (3,6%).
Sauðárkrókur - 2/3 salur hækkar úr 7.200 kr. í 7.450 kr. (3,5%).
Sauðárkrókur - 1/3 salur hækkar úr 3.700 kr. í 3.850 kr. (4,1%).
Sauðárkrókur - til veisluhalda lækkar úr 310.000 kr. í 300.000 kr. (-3,2%).
Sauðárkrókur - íþróttahús við Freyjugötu hækkar úr 3.700 kr. í 3.850 kr. (4,1%).
Varmahlíð - heill salur hækkar úr 6.800 kr. í 7.050 kr. (3,7%).
Ekki er veittur magnafsláttur af afsláttarkjörum.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
18.Gjaldskrá heilsdagsskóla frá 1. janúar 2016
Málsnúmer 1511145Vakta málsnúmer
"Lagt er til að dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 3.5%. Dvalargjald fyrir hverja klukkustund hækkar úr 226 kr. í 234 kr. Systkinaafsláttur er óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
19.Gjaldskrá fæðis til starfsmanna í leik- og grunnskóla frá 1. janúar 2016
Málsnúmer 1511146Vakta málsnúmer
"Lagt er til að matarverð til starfsmanna verði í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög viðkomandi starfsmanna frá og með 1. janúar 2016. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
20.Gjaldskrá fæðis í leikskólum frá 1. janúar 2016
Málsnúmer 1511142Vakta málsnúmer
"Lagt er til að gjaldskrá fæðis nemenda í leikskólum hækki um 9% frá og með 1. janúar 2016. Verð fyrir morgunhressingu hækkar úr 2.582 kr. á mánuði í 2.814 kr.. Verð fyrir hádegisverð hækkar úr 5.617 kr. á mánuði í 6.123 kr. og verð fyrir síðdegishressingu hækkar úr 2.582 kr. í 2.814 kr. á mánuði. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
21.Gjaldskrá fæðis í grunnskóla frá 1. janúar 2016
Málsnúmer 1511144Vakta málsnúmer
"Lagt er til að gjaldskrá fæðis nemenda í grunnskólum og heilsdagsskólum hækki um 9%. Morgunverður hækkar úr 173 kr. í 189 kr. Hádegisverður hækkar úr 359 kr. í 391 kr. Verð þessi eru miðuð við áskrift. Stök máltíð í hádegi hækkar úr 466 kr. í 508 kr. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.
22.Fráveita - gjaldskrá 2016
Málsnúmer 1511167Vakta málsnúmer
Lagt er til að gjaldskrá hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2016.
Breytingar eru eftirfarandi:
Rotþróartæming 0-2000 ltr. verður 28.463 kr. í stað 27.500 kr.
Rotþróartæming 2001-4000 ltr. verður 32.085 kr. í stað 31.000 kr.
Rotþróartæming 4001-6000 ltr. verður 35.708 kr. í stað 34.500 kr.
Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6000 lítrar verður 3.933 kr/m3 í stað 3.800kr/m3
Aukagjald vegna fjarlægðar hreinsibíls frá rotþró verður 4.450 kr. í stað 4.300 kr.
Fráveitugjald verður óbreytt 0,275% af álagningarstofni.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
23.Breytingar á innheimtu eftirlitsgjalda heilbrigðiseftirlits Nl.v
Málsnúmer 1511185Vakta málsnúmer
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir
Fundi slitið - kl. 13:44.
"Lögð fram drög að gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár vegna ársins 2016.
Gjald fyrir útgáfu búfjárleyfis 10.000 kr.
Handsömunargjald skv. 8.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, 10.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.