Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

720. fundur 26. nóvember 2015 kl. 09:00 - 13:44 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Viggó Jónsson varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár

Málsnúmer 1509167Vakta málsnúmer

Bókun frá 180. fundi landbúnaðarnefndar, 20. nóvember 2015.
"Lögð fram drög að gjaldskrá vegna útgáfu búfjárleyfa og lausagöngu búfjár vegna ársins 2016.

Gjald fyrir útgáfu búfjárleyfis 10.000 kr.
Handsömunargjald skv. 8.gr. samþykktar um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, 10.000 kr.

Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

2.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 23. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 5. nóvember 2015.

3.Aðalfundur 2015 - Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 1506010Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 709. fundar byggðarráðs, 10. september 2015 og varðar framtiðarskipulag og rekstrarform skálanna sem eru á Eyvindarstaðaheið og hvað eigendur þeirra, Sveitarfélagið Skagafjörður og Húnavatnshreppur vilja gera við þá.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fund með fulltúum Húnavatnshrepps.

4.Umsóknir um leigu - Lóð 32 á Nöfum

Málsnúmer 1511084Vakta málsnúmer

Lagðar fram 9 umsóknir um leigu á Lóð 32 á Nöfum, landnúmer 143972.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 32 á Nöfum til Ingimars Ástvaldssonar, kt. 201259-3719 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.

5.Umsóknir um leigu - Lóð 27 á Nöfum

Málsnúmer 1511083Vakta málsnúmer

Lagðar fram 12 umsóknir um leigu á Lóð 27 á Nöfum, landnúmer 143964.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 27 á Nöfum til Þórarins Hlöðverssonar, kt. 141163-5669 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.

6.Umsóknir um leigu - Lóð 25 á Nöfum

Málsnúmer 1511082Vakta málsnúmer

Lagðar fram 10 umsóknir um leigu á Lóð 25 á Nöfum, landnúmer 143959.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 25 á Nöfum til Sigurbjörns Pálssonar, kt. 260347-7219 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.

7.Umsóknir um leigu - Lóð 24 á Nöfum

Málsnúmer 1511081Vakta málsnúmer

Lagðar fram 10 umsóknir um leigu á Lóð 24 á Nöfum, landnúmer 143965.
Að fenginni umsögn Fjáreigendafélags Sauðárkróks samþykkir byggðarráð að úthluta Lóð 24 á Nöfum til Auðbjargar Pálsdóttur, kt. 170150-4309 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá leigusamningi þar um.
Byggðarráð leggur mikla áherslu á að umgengni við land og búpening verði til fyrirmyndar þar sem landið er á svæði sem mikið er notað til útivistar.

8.Skagfirðingabr.24, Grettistak - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1511181Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 20. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóns Daníels Jónssonar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Grettistak ehf., kt. 451001-2210, fyrir veitingahús og veisluþjónustu í Heimavist FNV, Skagfirðingabraut 24, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður, flokkur II.
Forsvarsmaður er Jón Daníel Jónsson, Raftahlíð 59, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Lambanes-Reykir 146842(214-4120) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1511204Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 24. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi og breytingu á rekstraraðila. Stefanía Leifsdóttir, kt. 210665-3909, sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Brúnastöðum, kt. 680911-0530, var áður Ferðaþjónustan Austur-Fljót, kt. 710511-0200, sami forsvarsmaður. Lambanes-Reykir, fastanúmer 214-4120. Gististaður, flokkur II, sumarhús.
Forsvarsmaður er Stefanía Leifsdóttir, Brúnastöðum, 570 Fljót.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

10.Golfklúbburinn - veðheimild

Málsnúmer 1511209Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks dagsett 25. nóvember 2015, þar sem klúbburinn fer þess á leit að fá heimild til að verðsetja fasteign klúbbsins á Hlíðarenda, landnúmer 143908, vegna endurfjármögnunar og fjárfestinga. Samkvæmt lóðarleigusamningi frá árinu 2009 þarf klúbburinn leyfi sveitarstjórnar til slíkrar aðgerðar. Einnig er óskað leyfis til að rífa tvo litla skúra sem notaðir hafa verið sem kylfugeymslur og eru orðnir ónýtir.
Byggðarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Sauðárkróks veðheimild, landnúmer 143908. Einnig heimilar byggðarráð klúbbnum að fjarlægja tvo geymsluskúra af landinu.

11.Sorphirða - gjaldskrá 2016

Málsnúmer 1511168Vakta málsnúmer

Bókun frá 115. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, 23. nóvember 2015.
"Lögð var fyrir gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagt er til að gjaldskrá hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2016.

Breytingar eru eftirfarandi;
Sorphirðugjald á íbúð, íbúðarhúsnæði í þéttbýli verður 17.595 kr. í stað 17.000 kr.
Sorpeyðingargjald á íbúð, íbúðarhúsnæð í þéttbýli verður 15.525 kr. í stað 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald, bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi verður 46.575 kr. í stað 45.000 kr.
Sorpeyðingargjald, íbúðarhúsnæði í dreifbýli verður 15.525 kr. í stað 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir verður 15.525 kr. í stað 15.000 kr.
Sorpeyðingargjald, gripahús á skipulögðum svæðum verður 4.140 kr. í stað 4.000 kr.

Nefndin samþykkir breytta gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

12.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2016

Málsnúmer 1511172Vakta málsnúmer

Bókun frá 115. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, 23. nóvember 2015.
"Lögð var fyrir gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Lagt er til að gjaldskrá hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2016.

Breytingar eru eftirfarandi;
Árlegt leyfisgjald fyrir hund verður 10.350kr. í stað 10.000 kr.
Árlegt leyfisgjald fyrir kött verður 7.245 kr. í stað 7.000 kr.
Handsömunargjald verður 10.350 kr. í stað 10.000 kr.
Handsömunargjald eftir fyrstu handsömun verður 20.700 kr. í stað 20.000 kr.

Nefndin samþykkir breytta gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

13.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016. Á fundinn komu og tóku þátt í þessum dagskrárlið, Gísli Sigurðsson formaður veitunefndar, Sigríður Magnúsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Viggó Jónsson formaður skipulags- og bygginganefndar, Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri.

14.Gjaldskrá tónlistarskóla frá 1. janúar 2016

Málsnúmer 1511141Vakta málsnúmer

Bókun frá 108. fundi fræðslunefndar, 19. nóvember 2015.

"Lagt er til að gjöld í tónlistarskóla hækki um 3.5% frá 1. janúar 2016.
Árgjald fyrir hálft nám í grunnnámi hækkar úr 46.773 kr. í 48.410 kr.
Árgjald fyrir fullt nám hækkar úr 70.159 kr. í 72.615 kr.
Árgjald fyrir mið- og framhaldsnám hækkar úr 82.620 kr. í 85.512 kr.
Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi.
Gjald fyrir hljóðfæraleigu hækkar úr 10.800 kr. í 11.178 kr.
Veittur er systkinaafsláttur af skólagjöldum, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

15.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2016

Málsnúmer 1509311Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 114. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, 11. nóvember 2015 og vísað til afgreiðslu byggaðrráðs.

"Lögð var fram til samþykktar tillaga Einars Ágústs Gíslasonar, yfirhafnarvarðar, að breyttri gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir fyrir árið 2016.
Lagt er til að almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 2,2 % samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði.
Lagt er til að útseld vinna hækki um 7,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði.
Nefndin samþykkir breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

16.Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2016

Málsnúmer 1511143Vakta málsnúmer

Bókun frá 108. fundi fræðslunefndar, 19. nóvember 2015.

"Lagt er til að dvalargjald í leikskóla hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2016.
Mánaðargjald fyrir fjögurra tíma vistun hækkar úr 10.907 kr. í 11.288 kr.
Sérgjald fyrir sama tíma hækkar úr 7.637 kr. í 7.905 kr. Lágmarksvistunartími er eftir sem áður fjórar klukkustundir.
Systkinaafsláttur er óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.

17.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2016

Málsnúmer 1511050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2016.

Sundlaugar:
Börn að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu gjaldfrjáls.
Önnur börn 0 - 6 ára 0 kr.
Önnur börn yngri en 18 ára. Hækkun úr 250 kr. í 300 kr. (20,0%).
10 miða kort barna. Hækkun úr 1.650 kr. í 1.700 kr. (3,0%).
Eldri borgarar, með lögheimili í sveitarfélaginu gjaldfrjálsir.
Öryrkjar, með lögheimili í sveitarfélaginu gjaldfrjálsir.
Aðrir öryrkjar. Hækkun úr 250 kr. í 300 kr. (20,0%).
Fullorðnir í sund/gufu. Hækkun úr 600 kr. í 700 kr. (16,7%).
Klukkutíma einkatími í gufu. Hækkun úr 4.500 kr. í 4.650 kr. (3,3%).
10 miða kort fullorðinna. Hækkun úr 4.500 kr. í 4.650 kr. (3,3%).
30 miða kort fullorðinna. Hækkun úr 9.500 kr. í 9.850 kr. (3,7%).
Árskort lækkar úr 30.500 kr. í 31.500 kr. (3,3%).
Gufubað innifalið í sundaðgangi.
Infra-rauð sauna innifalið í sundaðgangi.
Sundföt - leiga, 600 kr.
Handklæði - leiga, 600 kr.
Endurútgáfa á þjónusturkorti 550 kr.
Opnun sundlauga utan auglýsts opnunartíma. Hækkun úr 10.000 kr. í 20.000 kr. (100,0%).

Íþróttasalir:
Sauðárkrókur - 3/3 salur hækkar úr 9.600 kr. í 9.950 kr. (3,6%).
Sauðárkrókur - 2/3 salur hækkar úr 7.200 kr. í 7.450 kr. (3,5%).
Sauðárkrókur - 1/3 salur hækkar úr 3.700 kr. í 3.850 kr. (4,1%).
Sauðárkrókur - til veisluhalda lækkar úr 310.000 kr. í 300.000 kr. (-3,2%).
Sauðárkrókur - íþróttahús við Freyjugötu hækkar úr 3.700 kr. í 3.850 kr. (4,1%).
Varmahlíð - heill salur hækkar úr 6.800 kr. í 7.050 kr. (3,7%).

Ekki er veittur magnafsláttur af afsláttarkjörum.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.

18.Gjaldskrá heilsdagsskóla frá 1. janúar 2016

Málsnúmer 1511145Vakta málsnúmer

Bókun frá 108. fundi fræðslunefndar, 19. nóvember 2015.

"Lagt er til að dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 3.5%. Dvalargjald fyrir hverja klukkustund hækkar úr 226 kr. í 234 kr. Systkinaafsláttur er óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.

19.Gjaldskrá fæðis til starfsmanna í leik- og grunnskóla frá 1. janúar 2016

Málsnúmer 1511146Vakta málsnúmer

Bókun frá 108. fundi fræðslunefndar, 19. nóvember 2015.

"Lagt er til að matarverð til starfsmanna verði í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög viðkomandi starfsmanna frá og með 1. janúar 2016. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

20.Gjaldskrá fæðis í leikskólum frá 1. janúar 2016

Málsnúmer 1511142Vakta málsnúmer

Bókun frá 108. fundi fræðslunefndar, 19. nóvember 2015.

"Lagt er til að gjaldskrá fæðis nemenda í leikskólum hækki um 9% frá og með 1. janúar 2016. Verð fyrir morgunhressingu hækkar úr 2.582 kr. á mánuði í 2.814 kr.. Verð fyrir hádegisverð hækkar úr 5.617 kr. á mánuði í 6.123 kr. og verð fyrir síðdegishressingu hækkar úr 2.582 kr. í 2.814 kr. á mánuði. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.

21.Gjaldskrá fæðis í grunnskóla frá 1. janúar 2016

Málsnúmer 1511144Vakta málsnúmer

Bókun frá 108. fundi fræðslunefndar, 19. nóvember 2015.

"Lagt er til að gjaldskrá fæðis nemenda í grunnskólum og heilsdagsskólum hækki um 9%. Morgunverður hækkar úr 173 kr. í 189 kr. Hádegisverður hækkar úr 359 kr. í 391 kr. Verð þessi eru miðuð við áskrift. Stök máltíð í hádegi hækkar úr 466 kr. í 508 kr. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann muni sitja hjá við afgreiðslu málsins í sveitarstjórn.

22.Fráveita - gjaldskrá 2016

Málsnúmer 1511167Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var og vísað til byggðarráðs af 115. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 23. nóvember 2015.

Lagt er til að gjaldskrá hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2016.

Breytingar eru eftirfarandi:
Rotþróartæming 0-2000 ltr. verður 28.463 kr. í stað 27.500 kr.
Rotþróartæming 2001-4000 ltr. verður 32.085 kr. í stað 31.000 kr.
Rotþróartæming 4001-6000 ltr. verður 35.708 kr. í stað 34.500 kr.
Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6000 lítrar verður 3.933 kr/m3 í stað 3.800kr/m3
Aukagjald vegna fjarlægðar hreinsibíls frá rotþró verður 4.450 kr. í stað 4.300 kr.

Fráveitugjald verður óbreytt 0,275% af álagningarstofni.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

23.Breytingar á innheimtu eftirlitsgjalda heilbrigðiseftirlits Nl.v

Málsnúmer 1511185Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsettur 23. nóvember 2015 þar sem tilkynnt er um áform um breytta högun á innheimtu eftirlitsgjalda embættisins á árinu 2016. Felst breytingin í því að embættið mun sjálft sjá um innheimtu sem hefur verið hingað til í umsjón sveitarfélaga sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir

Fundi slitið - kl. 13:44.