Varmahlíð 146116 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1511214
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 17. fundur - 02.12.2015
Fyrir liggur umsókn Eignarsjóðs, Indrið Þórs Einarssonar sviðsstjóra um leyfi til að breyta útliti og innangerð gamla pósthússins í Varmahlíð. Sótt er um breytinguna vegna þess að fyrirhugað er að reka í húsnæðinu, tímabundið, leikskóladeild fyrir allt að 11 börn og 3 starfsmenn. Erindið sent til umsagnar heilbrigðis- vinnueftirlits og brunavarna.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 18. fundur - 21.12.2015
Fyrir liggur umsókn Eignarsjóðs, Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra um leyfi til að breyta útliti og innangerð gamla pósthússins í Varmahlíð. Sótt er um breytinguna vegna þess að fyrirhugað er að reka í húsnæðinu, tímabundið, leikskóladeild fyrir allt að 11 börn og 3 starfsmenn. Umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum, heilbrigðis- vinnueftirliti og brunavörnum. Aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt 120379-4029.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykktir byggingaráformin.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykktir byggingaráformin.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 21. fundur - 15.02.2016
Fyrir liggur umsókn frá Ólafi Sigmarssyni f.h. Kaupfélags Skagfirðinga um leyfi til að breyta útliti og innangerð gamla pósthússins í Varmahlíð. Umsókn dagsett í dag 15. febrúar 2016. Um er að ræða breytingu frá áður samþykktum aðaluppdráttum 21. desember 2015. Breytingin felur í sér að hurðaropi milli fyrirhugaðs leikskólapláss og leiguhúsnæðis Mílu verður lokað og útihurð sett á norðurstafn hússins. Breyttir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Breytingaruppdráttur dagsettur 10.02.2016. Erindið samþykkt.