Fara í efni

Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki (Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir)

Málsnúmer 1512068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 731. fundur - 11.02.2016

Skipulagsstofnun hefur til meðferðar tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu. Skipulagsstofnun óskar eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til þess hvort meta beri sameiginlega umhverfisáhrif svokallaðrar Sprengisandslínu, Hólasandslínu, línu milli Kröflu og Hólasands (áður Kröflulínur 3 og 4), Kröflulínu 3 og Blöndulínu 3, sbr. 2. mgr. 5.gr. matslaganna. Með vísan til 10.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er óskað eftir afstöðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess hvort framangreind lagaskilyrði 2.mgr. 5.gr. matslaganna séu uppfyllt þannig að stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort ráðast þurfi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu og framangreindra framkvæmda eða ekki.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að meta eigi hverja framkvæmd fyrir sig.

Áheyrnarfulltrúi VG og óháðra, Hildur Magnúsdóttir óskar bókað:
Þar sem fleiri en ein matskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði með umtalsverðum heildaráhrifum sem eru meiri en þegar horft er á hverja framkvæmd fyrir sig, er augljóst að mati VG og óháðra í Skagafirði að ráðast verður í sameiginlegt umhverfismat á Sprengisandslínu og öðrum framkvæmdum við fyrirhugaðar háspennulínur sem kynntar hafa verið í kerfisáætlun Landsnets. Að öðrum kosti fæst ekki rétt mat á heildaráhrif þessara framkvæmda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Bjarni Jónsson tók til máls og áréttar bókun Hildar Þóru Magnúsdóttir svohljóðandi:

"Þar sem fleiri en ein matskyld framkvæmd eru fyrirhugaðar á sama svæði með umtalsverðum heildaráhrifum sem eru meiri en þegar horft er á hverja framkvæmd fyrir sig, er augljóst að mati VG og óháðra í Skagafirði að ráðast verður í sameiginlegt umhverfismat á Sprengisandslínu og öðrum framkvæmdum við fyrirhugaðar háspennulínur sem kynntar hafa verið í kerfisáætlun Landsnets. Að öðrum kosti fæst ekki rétt mat á heildaráhrif þessara framkvæmda."

Afgreiðsla 731. fundar byggðaráðs staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.