Fara í efni

Umsókn um styrk til að opna vinnustofu

Málsnúmer 1601047

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 29. fundur - 19.01.2016

Tekið fyrir erindi frá Guðbjörgu H. Pálsdóttur þar sem óskað er eftir styrk til að hefja rekstur vinnustofu sem opin yrði öllum íbúum Skagafjarðar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en telur sér ekki fært að styrkja erindið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Nefndin vekur athygli á að hægt er að leita ráðgjafar hjá atvinnuráðgjöfum SSNV við þróun viðskiptahugmynda og enn fremur að í tengslum við umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra, sem nú er opinn til umsókna, eru haldnar vinnustofur/viðtalstímar með atvinnuráðgjöfum SSNV. Einnig er opinn umsóknarfrestur í sjóðinn Atvinnumál kvenna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 29. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.