Fara í efni

Beiðni um fund með Íslandspósti vegna skerðingar á þjónustu

Málsnúmer 1601295

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 726. fundur - 21.01.2016

Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af boðaðri breytingu á póstþjónustu í Skagafirði sem og á landsbyggðinni. Ljóst er að boðaðar breytingar munu þýða þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess. Þær breytingar sem boðaðar eru nú eru í engu samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru af Íslandspósti eftir síðustu breytingar þegar þjónusta var skert, meðal annars með lokun pósthúsa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma á fundi með forráðamönnum Íslandspósts vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Stefán Vagn Stefánsson lagði til að sveitarstjórn gerði bókun byggðarráðs að sinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af boðaðri breytingu á póstþjónustu í Skagafirði sem og á landsbyggðinni. Ljóst er að boðaðar breytingar munu þýða þjónustuskerðingu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu sem skerðir samkeppnishæfni þess. Þær breytingar sem boðaðar eru nú eru í engu samræmi við þau fyrirheit sem gefin voru af Íslandspósti eftir síðustu breytingar þegar þjónusta var skert, meðal annars með lokun pósthúsa."


Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Afgreiðsla 726. fundar byggðaráðs staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.