Fara í efni

Sönglög í Sæluviku 2012

Málsnúmer 1602098

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 11.05.2012

Lagt fram bréf frá aðstandendum "Sönglaga á Sæluviku" þar sem kynnt er fjölbreytt dagskrá sem flutt var í byrjun Sæluviku í Menningarhúsinu Miðgarði. Bréfritarar kynntu þá listamenn sem komu fram, heimamenn á ýmsum aldri, þekktir og minna þekktir. Í bréfinu kemur fram gildi þess að brúa kynslóðabilið með söng og leyfa unga fólkinu að kom fram með atvinnufólki í tónlist. Undir bréfið rita Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson tónlistarkennarar. Ákveðið að styrkja verkefnið um 300.000 kr.