Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
Formaður setti fund og kynnti dagskrá.
1.Ársreikningur 2011
Málsnúmer 1602096Vakta málsnúmer
Reikningar kynntir, númer í sjóðaskrá 1467.
Helstu niðurstöður rekstrar.
Tekjur: 1.942.068
Gjöld: 1.525.516
Hagnaður e. vexti og verðbætur: 430.779
Eignir og skuldir
Eignir alls: 67.456.530
Skuldir: 0
Skuldir og eigið fé alls 67.456.530
Aðrar upplýsingar í ársreikningi.
Reikningar samþykktir og undirritaðir.
Helstu niðurstöður rekstrar.
Tekjur: 1.942.068
Gjöld: 1.525.516
Hagnaður e. vexti og verðbætur: 430.779
Eignir og skuldir
Eignir alls: 67.456.530
Skuldir: 0
Skuldir og eigið fé alls 67.456.530
Aðrar upplýsingar í ársreikningi.
Reikningar samþykktir og undirritaðir.
2.Sönglög í Sæluviku 2012
Málsnúmer 1602098Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá aðstandendum "Sönglaga á Sæluviku" þar sem kynnt er fjölbreytt dagskrá sem flutt var í byrjun Sæluviku í Menningarhúsinu Miðgarði. Bréfritarar kynntu þá listamenn sem komu fram, heimamenn á ýmsum aldri, þekktir og minna þekktir. Í bréfinu kemur fram gildi þess að brúa kynslóðabilið með söng og leyfa unga fólkinu að kom fram með atvinnufólki í tónlist. Undir bréfið rita Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson tónlistarkennarar. Ákveðið að styrkja verkefnið um 300.000 kr.
3.Ferðasmiðjan
Málsnúmer 1602097Vakta málsnúmer
Þórdís formaður sat aðalfund Ferðasmiðjunnar, en Menningarsetrið á 21,4% í húsi félagsins í Varmahlíð. Á aðalfundi kom fram að nauðsynlegt er að fara í viðgerðir á torfhleðslum að framan og á hliðum.
Tilboð Helga Sigurðssonar í verkið 420 þúsund.
Hlutur Menningarhússins í viðgerðum 52.000 kr. Samþykkt var að tilnefna Þórdísi Friðbjörnsdóttir og Ásdísi Sigurjónsdóttir í stjórn Ferðasmiðjunnar.
Tilboð Helga Sigurðssonar í verkið 420 þúsund.
Hlutur Menningarhússins í viðgerðum 52.000 kr. Samþykkt var að tilnefna Þórdísi Friðbjörnsdóttir og Ásdísi Sigurjónsdóttir í stjórn Ferðasmiðjunnar.
4.Útreikingar á lóðaleigu 2012- kynning
Málsnúmer 1602100Vakta málsnúmer
Kynntir voru útreikningar á lóðaleigu í Varmahlíð. Mikið ósamræmi er á lóðaleigu milli lóða í eigu sveitarfélagsins og Menningarsetursins. Liggur misræmið í reikniaðferðum en Menningarhúsið styðst við hækkun á m2 samkv. vísitölu en Sveitarfélagið Skagafjörður miðar við fasteignamat lóða.
5.Nefndarlaun 2012
Málsnúmer 1602099Vakta málsnúmer
Stjórnin samþykkti að taka laun s.k. öðrum nefndarstörfum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
6.Reikningar fyrir bókhaldsþjónustu
Málsnúmer 1602105Vakta málsnúmer
Samþykktir reikningar K.O.M. bókhaldsþjónustu fyrir bókhaldsvinnu.
Fundargerðin er skráð eftir fundagerðarbók Menningarseturs Skagafirðinga í Varmahlíð, af Helgu S. Bergsdóttur.
Fundi slitið.