Fara í efni

Umsókn um styrk vegna þátttöku Söguseturs íslenska hestsins á LM 2016 í Skagafirði

Málsnúmer 1602136

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 12.02.2016

Gunnsteinn Björnsson formaður vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Tekið fyrir erindi frá Sveini Ragnarssyni, formanni stjórnar Söguseturs íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Söguseturs íslenska hestsins, á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í sumar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.000.000,- sem tekinn verður af lið 05890.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.