Umsókn um styrk vegna þátttöku Söguseturs íslenska hestsins á LM 2016 í Skagafirði
Málsnúmer 1602136
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016
Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.
Tekið fyrir erindi frá Sveini Ragnarssyni, formanni stjórnar Söguseturs íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Söguseturs íslenska hestsins, á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í sumar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.000.000,- sem tekinn verður af lið 05890.