Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

30. fundur 12. febrúar 2016 kl. 08:00 - 09:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Bertina Rodrigues sat fundinn undir liðum 5 og 6.

1.Norðurlands Jakinn 2016

Málsnúmer 1510219Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk og stuðningi vegna keppninnar Norðurlands Jakinn sem haldinn verður á Norðurlandi um miðjan ágúst nk. Keppnin verður tekin upp og sýnd í Sjónvarpinu (RÚV). Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 140.000,- sem tekinn verður af lið 13890, auk þess að aðstoða aðstandendur við annan aðbúnað. Nánari útfærsla er falin starfsmanni nefndarinnar.

2.Umsókn um styrk vegna þátttöku Söguseturs íslenska hestsins á LM 2016 í Skagafirði

Málsnúmer 1602136Vakta málsnúmer

Gunnsteinn Björnsson formaður vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Tekið fyrir erindi frá Sveini Ragnarssyni, formanni stjórnar Söguseturs íslenska hestsins, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Söguseturs íslenska hestsins, á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal í sumar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.000.000,- sem tekinn verður af lið 05890.

3.Styrkbeiðni vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi

Málsnúmer 1602044Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá félagsskapnum Pilsaþyt þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum af húsaleigu vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi sem fram fer á tímabilinu janúar til maí 2016.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Pilsaþyt um kr. 50.000,- sem tekinn verður af lið 05890.

4.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Málsnúmer 1601282Vakta málsnúmer

Kynntar umsóknir sem sendar voru fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

5.Skemmtiferðaskip á Sauðárkrók

Málsnúmer 1511032Vakta málsnúmer

Kynnt og samþykkt fyrirhuguð þátttaka í Cruise Iceland og Cruise Shipping Iceland þar sem Sauðárkrókshöfn verður kynnt sem ákjósanlegur kostur fyrir skemmtiferðaskip að eiga viðkomu í.

6.Ljósmyndasamkeppni 2016

Málsnúmer 1510062Vakta málsnúmer

Samþykkt að halda ljósmynda- myndbandasamkeppni Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem myndefnið er Skagafjörður ? náttúra og mannlíf, og óskað eftir myndefni frá öllum árstíðum. Nýtt sem eldra efni verður heimilt til innsendingar. Keppnin verður auglýst fljótlega og mun standa yfir fram til loka júlí 2016. Úrslit keppninnar verða kynnt á SveitaSælu 2016. Starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.

7.JEC Composites 2016

Málsnúmer 1602045Vakta málsnúmer

Rætt um sýninguna og ráðstefnuna JEC Composites 2016 sem haldin verður 8.-10. mars nk. Samþykkt að senda 2 fulltrúa á sýninguna.

Fundi slitið - kl. 09:30.