Fara í efni

Sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk - tilnefning í þjónusturáð

Málsnúmer 1603075

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 733. fundur - 11.03.2016

Í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk sem undirritaður var 29. janúar 2016 er gert ráð fyrir því í grein 3.2 að samningsaðilar myndi sérstakt þjónusturáð sem er vettvangur samhæfingar og samráðs vegna þjónustu innan svæðisins. Í ráðinu eiga sæti einn fulltrúi hvers aðildarsveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir að Bjarki Tryggvason verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nefndinni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 733. fundar byggðarráðs staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.