Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Löngumýrarskóli - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer
2.Beiðni um leigu á lóð nr 40 á Nöfum
Málsnúmer 1603074Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 26. febrúar 2016 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, kt. 180779-4859, þar sem hann óskar eftir að taka á leigu landskika, lóð nr. 40 á Nöfum.
Byggðarráð samþykkir að synja umsókninni en bendir bréfritara á að sækja um að nýju þegar lóðin verður auglýst til leigu.
Byggðarráð samþykkir að synja umsókninni en bendir bréfritara á að sækja um að nýju þegar lóðin verður auglýst til leigu.
3.Ráðstefna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í Svíþjóð
Málsnúmer 1603057Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. mars 2016 varðandi námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Svíþjóðar 29. ágúst til 1. september 2016, til að kynna sér íbúalýðræði í sænskum sveitarfélögum.
4.Sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra - tilnefning í starfshóp um framtíðarskipulag
Málsnúmer 1603076Vakta málsnúmer
Í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk sem undirritaður var 29. janúar 2016 er gert ráð fyrir því í grein 11.7 að samningsaðilar ákveði sameiginlega fyrir 1. september 2016 hvort stefna skuli að endurnýjun samningsins. Skipa skuli nefnd sem kemur með tillögu til aðildarsveitarafélaganna um samstarf frá 1. janúar 2017. Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi hvers aðildarsveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Svavarsdóttir verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nefndinni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Svavarsdóttir verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nefndinni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
5.Sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk - tilnefning í þjónusturáð
Málsnúmer 1603075Vakta málsnúmer
Í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk sem undirritaður var 29. janúar 2016 er gert ráð fyrir því í grein 3.2 að samningsaðilar myndi sérstakt þjónusturáð sem er vettvangur samhæfingar og samráðs vegna þjónustu innan svæðisins. Í ráðinu eiga sæti einn fulltrúi hvers aðildarsveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir að Bjarki Tryggvason verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nefndinni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir að Bjarki Tryggvason verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nefndinni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
6.Beiðni um lækkun fasteignaskatts
Málsnúmer 1602333Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
7.Landsþing SÍS 8. apríl 2016
Málsnúmer 1603019Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. mars 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXX. landsþings sambandsins 8. apríl 2016. Landsþingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík.
Kjörnir aðalfulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Bjarni Jónsson. Varafulltrúar eru Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Kjörnir aðalfulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Bjarni Jónsson. Varafulltrúar eru Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
8.Æfingaaðstaða júdódeildar Umf. Tindastóls
Málsnúmer 1603005Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 29. febrúar 2016 frá júdódeild Ungmennafélagsins Tindastóls varðandi sölu gamla barnaskólans við Freyjugötu og æfingaaðstöðu deildarinnar í íþróttasal skólans.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að mikilvægt sé að áframhald verði á því góða starfi sem júdódeildin heldur úti. Byggðarráð mun upplýsa deildina frekar þegar línur eru farnar að skýrast með sölu fasteignarinnar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að mikilvægt sé að áframhald verði á því góða starfi sem júdódeildin heldur úti. Byggðarráð mun upplýsa deildina frekar þegar línur eru farnar að skýrast með sölu fasteignarinnar.
9.Fundagerðir 2016 - Samtök sv.fél. á köldum svæðum
Málsnúmer 1601009Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19. febrúar 2016.
Fundi slitið - kl. 10:11.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.