Fara í efni

Sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra - tilnefning í starfshóp um framtíðarskipulag

Málsnúmer 1603076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 733. fundur - 11.03.2016

Í samningi um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk sem undirritaður var 29. janúar 2016 er gert ráð fyrir því í grein 11.7 að samningsaðilar ákveði sameiginlega fyrir 1. september 2016 hvort stefna skuli að endurnýjun samningsins. Skipa skuli nefnd sem kemur með tillögu til aðildarsveitarafélaganna um samstarf frá 1. janúar 2017. Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi hvers aðildarsveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir að Sigríður Svavarsdóttir verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í nefndinni. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 733. fundar byggðarráðs staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með átta atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.