Fara í efni

Viljayfirlýsing - aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Málsnúmer 1604155

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 738. fundur - 28.04.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 19. apríl 2016 varðandi viljayfirlýsingu á milli sambandsins og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016. Hafa aðilar orðið ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að ekki sé efni til að taka þátt í þessu verkefni að þessu sinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 738. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.