Fara í efni

Eyþing og SSNV boða til ráðstefnu um úrgangsmál.

Málsnúmer 1604207

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 738. fundur - 28.04.2016

Lagt fram sameiginlegt fundarboð frá Eyþing og SSNV sem boða til ráðstefnu um úrgangsmál á Norðurlandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel KEA, Akureyri þann 2. maí 2016.
Byggðarráð ítrekar svohljóðandi bókun sína frá 723. fundi ráðsins þann 10. desember 2015. "Byggðarráð vill koma því á framfæri að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu. Að svo komnu máli sér sveitarfélagið ekki ástæðu til að útvíkka samstarf á sviði sorpmála á Norðurlandi."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Stefán Vagn Stefánsson gerir þá tillögu að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar geri eftirfarandi bókun frá 738. fundi byggðarráðs þann 28. apríl 2016, að sinni.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill koma því á framfæri að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu. Að svo komnu máli sér sveitarfélagið ekki ástæðu til að útvíkka samstarf á sviði sorpmála á Norðurlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Afgreiðsla 738. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.