Ríp 2 (146396) - Umsókn um breytta notkun mannvirkis..
Málsnúmer 1608057
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 294. fundur - 18.11.2016
Fyrir liggur erindi Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, eiganda jarðarinnar Ríp II, landnr. 146396, umsókn um leyfi til að breyta útliti og notkun hlöðu sem er matshluti 07 á jörðinni. Sett verði hæðarskil í hlöðuna. Á neðri hæð verði aðkoma með rúllubagga og geymsla. Á efri hæð verði innréttuð íbúð. Framlagðir uppdrættir mótteknir af byggingarfulltrúa 27 október sl., dagsettir 09.06.2016 gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Erindið samþykkt að því tilskyldu að öllum hönnunargögnum, samkvæmt byggingarreglugerð, verði skilað til byggingarfulltrúa.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 09.03.2017
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, móttekin 11. nóvember 2016, eiganda jarðarinnar Ríp II ( 146396). Umsóknin er um leyfi til að breyta útliti og notkun hlöðu sem er matshluti 07 á jörðinni. Milligólf hefur verið sett í húsið, neðri hæð verður geymsla. Á efri hæð hefur verið innréttuð íbúð. Framlagðir uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269 byggingarfræðingi, dagsettir 09.06.2016 , breytt 02.12.2016 og 20.01.2017.
Á 294. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar, 18. nóvember 2016 var samþykkt breytt notkun mannvikris að uppfylktum skilyrðum um að tilskyldum hönnunargögnum væri skilað inn til byggingarfulltrúa. Byggingarleyfi nú veitt.
Á 294. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar, 18. nóvember 2016 var samþykkt breytt notkun mannvikris að uppfylktum skilyrðum um að tilskyldum hönnunargögnum væri skilað inn til byggingarfulltrúa. Byggingarleyfi nú veitt.