Lagt fram bréf dagsett 24. ágúst 2016 frá Birni Sveinssyni, Varmalæk. Björn óskar eftir viðræðum við byggðarráð um kaup á hluta af landspildu sveitarfélagsins sem er sunnan við Hrímnishöllina á Varmalæk. Byggðarráð samþykkir að auglýsa landið til sölu að undanskildum lóðum undir fasteignir sveitarfélagsins. Byggðarráð beinir því til skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa lóð úr landinu undir fasteignir sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að auglýsa landið til sölu að undanskildum lóðum undir fasteignir sveitarfélagsins. Byggðarráð beinir því til skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa lóð úr landinu undir fasteignir sveitarfélagsins.