Fara í efni

Gámasvæði á Sauðárkróki - stækkun

Málsnúmer 1609086

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 121. fundur - 12.09.2016

Á Sauðárkróki hefur um árabil verið boðið upp á geymslustað fyrir gáma og aðra stærri hluti gegn vægu árgjaldi. Svæðið er staðsett á milli Borgarteigs og Sauðárkróksbrautar, sunnan við geymslulóð Vegagerðarinnar. Nú er svo komið að gámasvæðið hefur verið fullnýtt í nokkurn tíma og eftirspurn eftir geymslusvæði er enn til staðar. Möguleiki er að stækka núverandi svæði til suðurs um a.m.k. helming.
Nefndin leggur til að stækkun á gámasvæði verði sett inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.