Lagt fram bréf dagsett 9. september 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna alþingiskosninga 2016. Eru sveitarstjórnir hvattar til þess að taka þátt í samstarfi við sýslumenn um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Einnig lagt fram afrit af bréfi dagsettu 29. ágúst 2016 frá innanríkisráðuneytinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga um sama efni.
Byggðarráð samþykkir að skoða málið frekar.