Smáragrund 4 - Umsókn um innkeyrslu á lóð
Málsnúmer 1609267
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 293. fundur - 25.10.2016
Oddný Finnbogadóttir kt. 111148-2369 eigandi einbýlishússins númer 4 við Smáragrund á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags - og byggingarnefndar til að fá að gera nýja innkeyrslu inn á lóðina. Fyrirhuguð innkeyrsla er frá Smáragrund, í suðurmörkum lóðarinnar, breidd 3,50 m. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að leita umsagnar íbúa í Smáragrund 6.