Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósleiðari Varmahlíð - Marbæli
Málsnúmer 1609317
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 294. fundur - 18.11.2016
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á ljósleiðarastreng í dreifbýli, frá Varmahlíð að Marbæli á Langholti og frá Syðra Skörðugili yfir í Sæmundarhlíð og út Hlíðina. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka kerfið að framkvæmdum loknum. Strengleiðin kemur fram á meðfylgjandi yfirlitauppdráttum frá Mílu. Fyrir liggur fornleifaskráning vegna framkvæmdanna gerð hjá fornleifadeild Byggðasafna Skagfirðinga unnin af Bryndísi Zoéga. Erindið samþykkt. Framkvæmdaraðil skal fara að ábendingum Minjastofnunar.