Íþróttavöllur á Sauðárkróki - gervigras
Málsnúmer 1609323
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 766. fundur - 01.12.2016
Farið yfir drög að hönnun að gervigrasvelli á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir halda áfram miðað við fyrirliggjandi drög.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 770. fundur - 05.01.2017
Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017.
Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.
Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.
Skipulags- og byggingarnefnd - 297. fundur - 16.01.2017
Á fundi Byggðarráðs 5. janúar sl. var þessi liður til umfjöllumar og bókaði Byggðarráð eftirfarandi á fundinum:
„Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017. Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.“
Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði álits Skipulagsstofnunar á málsmeðferð. Skipulagsstofnun telur umfang framkvæmdarinnar það mikið að þær séu leyfisskyldar jafnframt það umfangsmiklar að gera þurfi og kynna deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka málið til skipulagslegrar meðferðar.
„Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017. Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.“
Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði álits Skipulagsstofnunar á málsmeðferð. Skipulagsstofnun telur umfang framkvæmdarinnar það mikið að þær séu leyfisskyldar jafnframt það umfangsmiklar að gera þurfi og kynna deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka málið til skipulagslegrar meðferðar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 773. fundur - 02.02.2017
Ingvar Páll Ingvarsson kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti niðurstöðu á opnun tilboða í gervigras á fyrirhugaðan gervigrasvöll á Sauðárkróki og flóðlýsingu.
Byggðarráð samþykkir að lægstu tilboðum í hvorn lið verði tekið, annars vegar gervigras og undirlag frá Altís og hins vegar flóðlýsing frá Metatron. Samtals eru tilboðin að upphæð 54,2 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu í fjárfestingaráætlun ársins 2016.
Byggðarráð samþykkir að lægstu tilboðum í hvorn lið verði tekið, annars vegar gervigras og undirlag frá Altís og hins vegar flóðlýsing frá Metatron. Samtals eru tilboðin að upphæð 54,2 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu í fjárfestingaráætlun ársins 2016.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 774. fundur - 16.02.2017
Fulltrúar knattspyrnudeildar Umf. Tindastóls Bergmann Guðmundsson formaður og Ómar Bragi Stefánsson komu á fundinn til viðræðu um framkvæmd við gervigrasvöll á Sauðárkróki ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 785. fundur - 08.06.2017
Undir þessum dagskrárlið sátu Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði. Rætt var um framkvæmd á byggingu gervigrasvallar á Sauðárkróki og útboð á verkinu.
Byggðarráð samþykkir að verkið verði boðið út hið fyrsta.
Byggðarráð samþykkir að verkið verði boðið út hið fyrsta.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 787. fundur - 29.06.2017
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir dagskrárliðum 1 til 3.
Þriðjudaginn 27.júní 2017 kl.13 voru opnuð tilboð í útboðsverkið Grevigrasvöllur á Sauðárkróki, jarðvinna, lagnir og uppsteypa á skrifstofu Stoðar ehf verkfræðistofu. Um var að ræða opið útboð og barst eitt tilboð sem hefur verið yfirfarið.
Nöfn bjóðenda:
Friðrik Jónsson ehf 149.999.999 - 145,4%
Kostnaðaráætlun 103.157.050 - 100 %
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboði Friðriks Jónssonar ehf. þar sem það er 45,4% yfir kostnaðaráætlun.
Nöfn bjóðenda:
Friðrik Jónsson ehf 149.999.999 - 145,4%
Kostnaðaráætlun 103.157.050 - 100 %
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboði Friðriks Jónssonar ehf. þar sem það er 45,4% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 794. fundur - 19.09.2017
Lögð fram fundargerð frá 30.ágúst 2017 vegna opnun tilboða í útboðsverkið "Gervigrasvöllur á Sauðárkróki - Jarðvinna, lagnir og uppsteypa". Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Stoðar ehf verkfræðistofu, Aðalgötu 21, Sauðárkróki. Eitt tilboð barst frá Friðrik Jónssyni ehf að upphæð kr. 133.814.718, kostnaðaráætlun Stoð ehf verkfræðistofu er kr.108.524.550. Tilboðsfjárhæðin er 23.3% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Friðriks Jónssonar ehf.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Friðriks Jónssonar ehf.
Í einum hluta gamla barnaskólans er lítill íþróttasalur sem hefur verið afar vel nýttur til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Við brotthvarf hans eykst því enn sá vandi sem uppi er á Sauðárkróki varðandi aðstæður til íþróttaiðkunar en íþróttahúsið á Sauðárkróki annar nú þegar ekki eftirspurn sem er eftir tímum í húsinu. Þessu til viðbótar hefur lengi verið ljóst að sú vetraræfingaraðstaða sem íþróttafólki á Sauðárkróki er boðið er upp á er með engu móti ásættanleg enda sparkvöllurinn við Árskóla einn sá minnsti á landinu. Hefur það m.a. haft veruleg áhrif á æfingar hjá þeim fjölmörgu knattspyrnuiðkendum sem í sveitarfélaginu búa. Skortur á slíkri aðstöðu skerðir einnig samkeppnishæfni sveitarfélagsins er kemur að búsetuvalkostum og hefur áhrif á hvar fjölskyldur velja sér heimilisfestu.
Í ljósi þessa beinir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því til sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að hafin verði hönnun og kostnaðarmat þess að setja gervigras á norðurhluta æfingasvæðis við íþróttavöllinn á Sauðárkróki. Væri með því móti losað um tíma sem annars væru í íþróttahúsinu. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að þeim framkvæmdum verði flýtt sem kostur er enda þörfin fyrir úrbætur á íþróttaaðstöðu brýn.
Byggðarráð samþykkir einnig að fluttir verði fjármunir til þessa verkefnis frá verkefninu "Fjölnota íþróttahús - hönnun" í fjárfestingaáætlun ársins 2016.