Leikskólinn Tröllaborg Hofsós - húsnæðismál
Málsnúmer 1609324
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 779. fundur - 30.03.2017
Rætt um stöðu leikskólamála á Hofsósi. Búið er að skoða húsnæðið að Túngötu 10 á Hofsósi og hentar húsnæðið fyrir leikskóla til bráðabirgða ef öll tilskilin leyfi fást. Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að verkefninu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að hefja grenndarkynningu og afla tilskilinna leyfa.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu til úrbóta svo að myndist ekki rof á starfsemi leikskólans. Jafnframt verði hafin hönnunarvinna á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi með það fyrir augum að grunn-, leik- og tónlistarskóli verði undir einu þaki. Einnig verði skoðað hvernig koma megi íþróttaaðstöðu fyrir í tengslum við þessa hönnun.