Fara í efni

Leikskólinn Tröllaborg Hofsós - húsnæðismál

Málsnúmer 1609324

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 758. fundur - 29.09.2016

Húsnæði leikskólans á Hofsósi er ekki viðunandi og þarfnast verulegra úrbóta og mikilvægt að leysa húsnæðismálin til framtíðar.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu til úrbóta svo að myndist ekki rof á starfsemi leikskólans. Jafnframt verði hafin hönnunarvinna á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi með það fyrir augum að grunn-, leik- og tónlistarskóli verði undir einu þaki. Einnig verði skoðað hvernig koma megi íþróttaaðstöðu fyrir í tengslum við þessa hönnun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 779. fundur - 30.03.2017

Rætt um stöðu leikskólamála á Hofsósi. Búið er að skoða húsnæðið að Túngötu 10 á Hofsósi og hentar húsnæðið fyrir leikskóla til bráðabirgða ef öll tilskilin leyfi fást. Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að verkefninu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að hefja grenndarkynningu og afla tilskilinna leyfa.