Orkusjóður - innviðir fyrir rafbíla
Málsnúmer 1609333
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 772. fundur - 26.01.2017
Lagður fram tölvupóstur frá Vistorku ehf., dagsettur 10. janúar 2017 þar sem tilkynnt er um afgreiðslu Orkusjóðs á umsókn félagsins um styrk fyrir hleðslustöðvum á Norðurlandi fyrir rafbíla. Sveitarfélagið Skagafjörður var aðili að umsókn Vistorku ehf. og verður ein hraðhleðslustöð staðsett í Varmahlíð og önnur á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að umsókn til Orkusjóðs vegna þessa verkefnis.