Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 187

Málsnúmer 1610007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 347. fundur - 26.10.2016

Fundargerð 187. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 347. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • .1 1305263 Mælifellsrétt
    Landbúnaðarnefnd - 187 Ingvar Páll Ingvarsson kynnti væntanlega framkvæmd við lagfæringu og endurbyggingu á Mælifellsrétt. Verða núverandi útveggir fjarlægðir og nýjir settir í staðinn úr galvanhúðuðu efni. Framkvæmdakostnaður verður tekinn af fjárveitingu frá fyrri árum. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Símoni Inga Gestssyni, kt. 231244-6899, dagsett 6. september 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram tilkynning dagsett 22. september 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Brautarholti.
    Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram tilkynning dagsett 13. október 2016 frá MAST, undirrituð af Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðvesturumdæmis varðandi riðusmit í sauðfé frá Stóru-Gröf ytri.
    Landbúnaðarnefnd vill ítreka við bændur almennt að þeir fari eftir lögum og reglum hvað varðar hey- og fjárflutninga milli svæða og bæja, einnig notkun tækja og tóla, til að sporna við mögulegu riðusmiti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Fjallskilamál Hofsóss og Unadals rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2017 vegna landbúnaðarmála.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög til fyrri umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lögð fram til kynningar samantekt um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. september 2015 til 31. ágúst 2016. Samtals voru veiddir 338 refir, 262 grendýr og 76 hlaupadýr. Veiddir voru 142 minkar. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 1. september 2016 frá Fjallabyggð varðandi fjallskil ásamt samkomulagi dagsettu 31. ágúst 2016, um fjallskil í Héðinsfirði milli Fjallskiladeildar Austur-Fljóta, Fjallabyggðar og starfshóps um fjallskil í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 187 Lagður fram til kynningar leiðréttur ársreikningur Staðarafréttar fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 187. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 347. fundi sveitarstjórnar 26. október 2016 með níu atkvæðum.