Árhóll 146690 - RARIK Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1610104
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 294. fundur - 18.11.2016
Fyrir liggur umsókn/fyrirspurn Rögnvaldar Guðmundssonar fh. RARIK dagsett 11.10. sl., um fyrirhugaða strenglögn RARIK við Árhól. Þar er m.a. ráðgert að leggja rafstreng um land sveitarfélagsins og þvera Siglufjarðarveg vegnr. 76 og Höfðastrandarveg vegnr. 783. Fram kemur í erindinu að þegar hafi verið sótt um leyfi til Vegagerðarinnar vegna þessa. Fyrirliggja umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar. Erindið samþykkt.