Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra
Málsnúmer 1610152
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 347. fundur - 26.10.2016
Vísað frá 761. fundi byggðarráðs þann 20.október 2016, þannig bókað:"Lögð fram fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 12. október 2016. Svohljóðandi bókun var samþykkt: „Starfshópur um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem starfar eftir gr. 11.7 í samstarfssamningi sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk árið 2016 leggur til við aðildarsveitarfélög samningsins að hann verði endurnýjaður. Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu samkvæmt samningi. Starfshópurinn leggur til að gildistími samnings verði þrjú ár." "Einnig samþykkti samráðshópurinn að óska eftir því við velferðarráðuneytið að veitt verði undanþága frá ákvæði laga nr. 59/1992 um 8000 íbúa lágmarks viðmið samkvæmt 2. og 3. mgr. 4. gr. fyrrnefndra laga um málefni fatlaðs fólks. Óskað var eftir að undanþágan verði ótímabundin."Sveitarstjórn Sveitarfélgsins Skagafjarðar samþykkir ofangreinda tillögu um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir einnig að fela Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna og leggja fyrir samráðshópinn.Framangreind bókun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 794. fundur - 19.09.2017
Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á. Byggðarráð vísar samningnum til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á. Byggðarráð vísar samningnum til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 246. fundur - 03.10.2017
Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa gert með sér samning um sameiginlegt Þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk.
Samningurinn lagður fram til kynningar auk fundargerða samráðshóps sveitarfélaganna sem unnið hefur að gerð samningsins dagsettar 30.8. og 8.9.2017.
Samningurinn lagður fram til kynningar auk fundargerða samráðshóps sveitarfélaganna sem unnið hefur að gerð samningsins dagsettar 30.8. og 8.9.2017.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 359. fundur - 11.10.2017
Vísað frá 794. fundi byggðarráðs 19. september 2017, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Fyrirliggjandi samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
"Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Fyrirliggjandi samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
„Starfshópur um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem starfar eftir gr. 11.7 í samstarfssamningi sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk árið 2016 leggur til við aðildarsveitarfélög samningsins að hann verði endurnýjaður. Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu samkvæmt samningi. Starfshópurinn leggur til að gildistími samnings verði þrjú ár.“
Einnig samþykkti samráðshópurinn að óska eftir því við velferðarráðuneytið að veitt verði undanþága frá ákvæði laga nr. 59/1992 um 8000 íbúa lágmarks viðmið samkvæmt 2. og 3. mgr. 4. gr. fyrrnefndra laga um málefni fatlaðs fólks. Óskað var eftir að undanþágan verði ótímabundin.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda tillögu um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og vísar tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir einnig að fela Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna og leggja fyrir samráðshópinn.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.