Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra
Málsnúmer 1610152Vakta málsnúmer
Vísað frá 794. fundi byggðarráðs 19. september 2017, til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Fyrirliggjandi samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
"Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á.
Fyrirliggjandi samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
2.Fundagerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga
Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 850 frá 19. maí, nr.851 frá 30. júní og nr 852 frá 1. september 2017 lagðar fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017
3.Fundagerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra
Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 27. apríl, 18. maí og 29. ágúst 2017 lagðar fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
4.Fundagerðir 2017 - FNV
Málsnúmer 1701010Vakta málsnúmer
Fundargerðir skólanefndar FNV frá 13. september 2017 lögð fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017
5.Fundagerðir 2017 - Norðurá
Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar Norðurár bs. frá 21. ágúst og 5. september 2017 lagðar fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017
6.Beiðni frá yfirkjörstjórn Norðvesturskjördæmis að fækka kjördeildum
Málsnúmer 1709264Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni frá Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að fækka kjördeildum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Forseti leggur til að beiðninni verði hafnað þar sem búið var að ganga frá kjörstöðum og kjörstjórnum.
Samþykkt samhljóða.
Forseti leggur til að beiðninni verði hafnað þar sem búið var að ganga frá kjörstöðum og kjörstjórnum.
Samþykkt samhljóða.
7.Tilnefning fulltrúa í kjörstjórnir
Málsnúmer 1610016Vakta málsnúmer
Forseti gerir tillögu um eftirtalda fulltrúa í kjörstjórnir.
Varamenn í kjörstjórn í kjördeild II - Sauðárkrókur. Í stað Reynis Kárasonar, Ágústu Eiríksdóttur og Magnúsar Helgasonar. Gunnar Þór Sveinsson, Ásta Ólöf Jónsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Varamaður í kjörstjórn í kjördeild V - Hólar. Í stað Ásu S Jakobsdóttur - Alda Laufey Haraldsdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
Aðal- og varamaður í kjörstjórn VIII - Heilbrigðisstofnun. Í stað Gunnars Steingrímssonar - aðalmaður Anna Halldórsdóttir og í stað Elínar Gróu Karlsdóttur - varamaður Árni Egilssson. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Varamenn í kjörstjórn í kjördeild II á Skaga. Í stað Jóns Benediktssonar, Jóhann Rögnvaldsson og í stað Guðrúnar H Björnsdóttur, en ekki var tilefndur varamaður í hennar stað í okt. 2016 verður Elín Petra Guðbrandsdóttir.
Varamenn í kjörstjórn í kjördeild II - Sauðárkrókur. Í stað Reynis Kárasonar, Ágústu Eiríksdóttur og Magnúsar Helgasonar. Gunnar Þór Sveinsson, Ásta Ólöf Jónsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Varamaður í kjörstjórn í kjördeild V - Hólar. Í stað Ásu S Jakobsdóttur - Alda Laufey Haraldsdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
Aðal- og varamaður í kjörstjórn VIII - Heilbrigðisstofnun. Í stað Gunnars Steingrímssonar - aðalmaður Anna Halldórsdóttir og í stað Elínar Gróu Karlsdóttur - varamaður Árni Egilssson. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Varamenn í kjörstjórn í kjördeild II á Skaga. Í stað Jóns Benediktssonar, Jóhann Rögnvaldsson og í stað Guðrúnar H Björnsdóttur, en ekki var tilefndur varamaður í hennar stað í okt. 2016 verður Elín Petra Guðbrandsdóttir.
8.Kjörstaðir við Alþingskosningar 28. okt 2017
Málsnúmer 1709186Vakta málsnúmer
Lagt er til að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017 verði eftirtaldir:
Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninganna: að staðfesta kjörskrá og úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar í sambandi við kosningar.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Skagasel, Bóknámshús FNV, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Grunnskólinn á Sólgörðum, Varmahlíðarskóli og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.
Einnig samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að afgreiða til fullnaðar eftirtalin verkefni vegna alþingiskosninganna: að staðfesta kjörskrá og úrskurða um breytingar á kjörskrá og ráða til lykta öðrum málum sem kunna að heyra undir verksvið sveitarstjórnar í sambandi við kosningar.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
9.Ósk um lausn úr kjörstjórn Heilbr. stofnunar
Málsnúmer 1709053Vakta málsnúmer
Gunnar S Steingrímsson hefur óskað eftir lausn frá setu í kjörstjórn á Heilbrigðisstofnun, kjördeild II. Sveitarstjórn samþykkir að veita honum lausn frá störfum og þakkar vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
10.Skíðasvæðið í Tindastóli -Umsókn um framkvæmdaleyfi - Skíðalyfta
Málsnúmer 1709119Vakta málsnúmer
Vísað frá 309. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. september til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Viggó Jónsson framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Tindastóli óskar fh. Skíðadeildar Tindastóls heimildar til að hefja framkvæmdir við skíðalyftu sem setja á upp við enda núverandi lyftu. Meðfylgjandi eru uppdrættir af mannvirkinu ásamt afstöðumynd. Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins. Erindið samþykkt.
Ofangreind ósk um framkvæmdaleyfi borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum.
Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
"Viggó Jónsson framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Tindastóli óskar fh. Skíðadeildar Tindastóls heimildar til að hefja framkvæmdir við skíðalyftu sem setja á upp við enda núverandi lyftu. Meðfylgjandi eru uppdrættir af mannvirkinu ásamt afstöðumynd. Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins. Erindið samþykkt.
Ofangreind ósk um framkvæmdaleyfi borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum.
Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
11.Leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri eða ósiðlegri hegðun
Málsnúmer 1707132Vakta málsnúmer
Vísað frá 246. fundi félags- og tómstundanefndar frá 3. október 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Forseti leggur til að málinu verði vísað til umsagnar byggðarráðs.
Samþykktar með níu aktvæðum.
Forseti leggur til að málinu verði vísað til umsagnar byggðarráðs.
Samþykktar með níu aktvæðum.
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 792
Málsnúmer 1709005FVakta málsnúmer
Fundargerð 792. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 792 Slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið þar sem hann kynnti hugmyndir að nýjum slökkvibíl. Byggðarráð samþykkir að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu á þeim grunni sem kynntur var á fundinum. Byggðarráð óskar umsagnar hjá umhverfis-og samgöngunefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 792. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 792 Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. september 2017 í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl.20. Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 792. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 792 Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þar sem boðað er til samgönguþings fimmtudaginn 28. september á Hótel Örk í Hveragerði. Þar verða kynntar áherslur í samgönguáætlun næstu ára og fjallað um ýmis mál í málstofum. Þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem komast á þingið eru hvattir til að mæta. Bókun fundar Afgreiðsla 792. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 792 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á málþingi á vegum Byggðastofnunar um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, sem fram fer 4. október nk. kl. 13 á Hótel Natura í Reykjavík. Þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem komast á þingið eru hvattir til að mæta. Bókun fundar Afgreiðsla 792. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 792 Lagt fram til kynningar bréf frá Akrahreppi þar sem hreppsnefnd afþakkar boð um þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 792. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 792 Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV dags. 22. ágúst 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 792. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
13.Veitunefnd - 41
Málsnúmer 1709012FVakta málsnúmer
Fundargerð 41. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 41 Erindi vegna tjóns á Skagfirðingabraut 1 lagt fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lögð var fram til kynningar endanleg skýrsla frá Ísor varðandi borholur í Hrolleifsdal, "Jarðhitakerfið í Hrolleifsdal - Afkastageta samkvæmt vinnslueftirliti, dæluprófunum og líkanareikningum".
Niðurstaða skýrslunnar er sú að ekki er ráðlegt að auka vinnslu í Hrolleifsdal í stórum skrefum þar sem óljóst er hvort virkjanasvæðið í Hrolleifsdal standi undir aukningu umfram 4 lítrum á sekúndu frá því sem nú er. Ljóst er að niðurstaða skýrslunnar mun tefja uppbyggingu á hitaveitu í Óslandshlíð, Hjaltadal og Viðvíkursveit en vinna er þegar hafin við að skoða aðra kosti en Hrolleifsdal til að anna heitavatnsþörf svæðisins. Skagafjarðarveitur munu boða til íbúafundar fyrir íbúa svæðisins og verður tímasetning fundarins auglýst síðar. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lögð voru fram til kynningar svör við fyrirspurnum um mögulegra hitaveituframkvæmdir í Efribyggð, á norðanverðu Hegranesi og á Reykjaströnd.
Í kjölfar funda með íbúum sem haldin var í apríl var farið í skriflega áhugakönnun vegna mögulegrar hitaveituvæðingar.
Svörun var mjög góð, alls bárust 26 svör og voru þau öll jákvæð að einu undanskildu.
Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lagðir voru fram til kynningar útreikningar á vatnsgjaldi fyrir íbúðar- og sumarhús ofan við Steinsstaði.
Sviðstjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá fjarskiptasjóði þar sem kemur fram að undirbúningur vegna umsóknarferils fyrir Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018 er hafin.
Gert er ráð fyrir styrkúthlutanir úr samkeppnispotti liggi fyrir í lok október eða byrjun nóvember. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 41 Lagt var fram til kynningar erindi frá forsætisráðuneytinu um beiðni um upplýsingar um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendu.
Sviðstjóra er falið að svara erindinu hvað varðar nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar veitunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
14.Umhverfis- og samgöngunefnd - 131
Málsnúmer 1709013FVakta málsnúmer
Fundargerð 131. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lögð var fram til kynningar 396. fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Fundargerð 396. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Nefndarmönnum voru kynnt málefni sem voru til umræðu á hafnafundi á Húsavík þann 21. sept sl. en fundinn sátu fjórir fulltrúar frá Skagafjarðarhöfnum. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lögð var fram til kynningar reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum en reglugerðin tók gildi í lok júní. Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lagt var fram til kynningar erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi málþingið "innanlandsflug sem almenningssamgöngur" sem haldið verðu í Reykjavík þann 4. október nk.
Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Vestra. Bókun fundar Þrjár fundargerðir Heilbr. eftirlits, apríl, maí og ágúst 2017, lagðar fram til kynningar á 359. fundi sveitastjórnar.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lagt var fram til kynningar bréf frá Náttúrufræðistofnun Íslands varðandi vistgerðir á Íslandi.
Náttúrufræðistofnun gaf út fyrr á árinu ritið Vistgerðir Íslands og birti jafnframt á vefsjá vistgerðarkort af öllu landinu með það að markmiði að lýsa, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, plantna og dýra. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.
Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lagt var fram til kynningar drög að bréfi frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Flokku ehf. til notenda gámastöðva í dreifbýli.
Í bréfinu eru notendur gámastöðvanna hvattir til að ganga snyrtilega um gámana en víða er pottur brotinn í umgengni um þá. Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 131 Lögð var fram tillaga að hundasvæði við Borgargerði á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun vegna svæðisins á næsta fundi.
Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
15.Skipulags- og byggingarnefnd - 310
Málsnúmer 1709017FVakta málsnúmer
Fundargerð 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Edda Lúðvíksdóttir kt 010655-4639 eigandi Kjartanstaðakots, landnúmer 145985, sækir
um heimild til að staðsetja mannvirki, svokallað „stöðuhýsi“ Í landi sínu Kjartanstaðakoti.
Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu mannvirkis og rotþróar. Uppdrátturinn er dagsettur 21. september 2017 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Dagný Stefánsdóttir kt. 180382-4109 og Róbert Logi Jóhannesson kt. 040570-5789 þinglýstir eigendur jarðarinnar Laugarmýri, landnúmer 146232 óska hér með eftir heimild til að stofna 2.323 m² spildu úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf. sem unninn er af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 720419 útgefinn 19. sept. 2017. Óskað er eftir að nýstofnaða landið fái heitið Laugarmýri 2,Í umsókn kemur fram að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarmýri, landnr. 146232.
Hitaveituþró, hitaveitu- og jarðhitauppsprettur og jarðhitaréttur eru undanskilin landskiptum þessum og munu áfram fylgja Laugarmýri, landnr. 146232 að öllu leyti. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Frímann Guðbrandsson kt. 010953-2869 sækir, fh. Rafsjár fasteigna kt 570106-0230, um leyfi til að rífa fasteign á lóðinni Sæmundargata 1 á Sauðárkróki. Matsnúmer eignarinnar er 213-2299 matshluti 01. Húsið er skráð vörugeymsla og var byggt árið 1947. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Halldór Valur Leifsson kt. 050784-4449, Kerstin Hiltrud Roloff kt. 241266-6059 og Þorsteinn Ragnar Leifsson kt. 250381-4769 eigendur Bakkakots í fyrrum Lýtingsstaðhreppi óska eftir heimild til að rífa það sem eftir stendur af gamla bænum í Bakkakoti. Húsið var byggt árið 1898 og nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. Mgr. 29. Gr. laga um manningaminjar nr. 80/2012. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 14. september 2017, niðurrifsheimild með ákveðnum skilyrðum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum Minjastofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Skipulags- og byggingarnefnd hefur í fundarbókun vakið athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012, að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Þessari bókun var fylgt eftir með auglýsingum þar sem eigendum ofangreindra lausafjármuna var bent á að sækja um stöðuleyfi eða að öðrum kosti fjarlægja þá.
Frestur til að skila inn umsóknum var til 15. september 2017.
Nefndin felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að framfylgja samþykktinni.
Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Pálmi Jónsson kt. 200733-3479 Fornósi 4 sækir um heimilld til að hafa geymslugám á lóðinni Fornós 4 þar sem hann nú er staðsettur. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar erindinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 sækir um heimild til að hafa geymslugám vestan við húsið Aðalgata 9. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 310. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 55.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 55. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 310 56.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar 56. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
16.Skipulags- og byggingarnefnd - 309
Málsnúmer 1708020FVakta málsnúmer
Fundargerð 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Magnea V. Svavarsdóttir óskar eftir, fh. Ríkiseigna, að lóð Víðimýrarkirkju, landnúmer 146088, verði stækkuð í 65.720 ferm, eins og sýnt er á uppdrætti sem fylgir erindinu. Uppdráttur gerður á Stoð ehf af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Þá er óskað eftir að þau mannvirki sem lenda innan lóðarinnar verði skrá á lóðina. Erindið samþykkt. Óskað er eftir að umsækjandi tilgreini þau mannvirki sem skuli skrá á hið útskipta land. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 m.sbr.Meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar Byggðaráðs
frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Þinglýstir eigendur Efra-Haganes 2 lóð (landnr. 180120) og Efra-Haganes 2 land 1, landnr. 222258 sækja um heimild til þess að breyta lóðarmörkum milli Efra-Haganes 2 land 1 og og Efra-Haganes 2 lóð. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 720212, dags. 23. febrúar 2017. Erindinu fylgir einnig skýringaruppdráttur nr. S02 í verki nr. 720212, dags. 23. febrúar 2017. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Þinglýstir eigendur Haganesvík Samtún (landnr. 146803) og Efra-Haganess 2 land 1, landnr. 222258 sækja um heimild til þess að breyta lóðarmörkum milli Efra-Haganess 2 land 1 og Haganesvíkur Samtúns.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 72027, dags. 28. febrúar 2017. Einnig fylgir erindinu skýringaruppdráttur nr. S-102 í verki nr. 72027, dags. 28. febrúar 2017.
Innan lóðarinnar Haganesvík Samtún landnr. 146803 stendur einbýlishús með fastanúmerið 214-3959.Fyrir liggur samþykki Grétars G. Hagalín kt. 220855-3849, eiganda 1/3 hluta í framangreindu húsi.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 þinglýstir eigendur jarðanna Hraun I (landnr. 146818) og Hraun II (landnr. 146824), óska eftir staðfestingu á afmörkun og stærð lóðar úr óskiptu landi jarðanna samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S02 og S03 í verki nr. 7523, dags. 4. ágúst 2017. Einnig sótt um að lóðin Hraun I lóð með landnúmerið 146821 fái heitið Hrólfsvellir. Á lóðinni stendur sumarhús með fastanúmer 214-4023.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 þinglýstir eigendur jarðanna Hraun I (landnr. 146818) og Hraun II (landnr. 146824), óska eftir staðfestingu á afmörkun og stærð lóðar úr óskiptu landi jarðanna samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S02 og S03 í verki nr. 7523, dags. 4. ágúst 2017.Einnig sótt um að lóðin Hraun I lóð með landnúmerið 146820 fái heitið Árbakki. Á lóðinni stendur sumarhús með fastanúmer 214-4022.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 1. júní sl. að úthluta lóðunum Borgarflöt 17 og Borgarflöt 19 á Sauðárkróki til ÞERS eigna ehf. 620517-0620.Nú liggur fyrir umsókn Þrastar Magnússonar kt. 060787-3529 fh. ÞERS eigna ehf. um sameiningu lóðanna Borgarflöt 17 og Borgarflöt 19. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Þórólfur Gíslason sækir, fh. Kaupfélags Skagfirðinga, um um stækkun lóðar Kaupfélagsins í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi gögnum og afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Landslag efh. landslagsarkitektum og móttekin er hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa 15. ágúst sl. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar landeiganda, Varmahlíðarstjórnar, og jafnframt er óskað eftir viðræðum við umsækjanda um erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3. ágúst sl., þá bókað.
„Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.“
Fyrir liggur ný umsókn þar sem sótt er um að breyta helmingi bílskúrs í íbúðarrými til eigin nota. Farið er fram á að umsækjandi skili inn til byggingarfulltrúa tilskildum gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd áður en erindið er afgreitt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Tómas Árdal, fh Stá ehf. leggur fram kvörtun og óskar eftir rökstuðningi á afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar frá 8. febrúar sl. þar sem umsókn hans fh. Stá ehf. um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóðinni Aðalgata 18 á Sauðárkrók var hafnað með eftir farandi bókun.
“Tómas Árdal sækir, fyrir hönd Stá ehf. kt. 520997-2029, um stöðuleyfi fyrir geymslugámi á lóðinni Aðalgata 18. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 2. febrúar 2017. Erindinu hafnað. Skipulags- og byggingarnefnd telur staðsetninguna óheppilega. Stefna skipulags- og byggingarnefndar er að gámar verði staðsettir á þar til gerðum lóðum og geymslusvæðum, ekki í íbúðarbyggð."
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar ofangreinda bókun sína og bendir jafnframt á að lóðin Aðalgata 18 er byggingarlóð ekki geymslustaður fyrir gáma. Skipulags- og byggingarnefnd hefur með auglýsingu óskað eftir að eigendur gáma og annara stöðuleyfisskyldra lausafjármuna geri grein fyrir eigum sínum með umsókn sem teknar verða fyrir í Skipulags- og byggingarnefnd. Stefnan er að þessir hlutir verði ekki á íbúðarsvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Gylfi Ingimarsson kt. 140370-5929 sækir um að fá úthlutað frístundalóðinni, Steinsstaðir lóð nr. 5, landnúmer 222092. Samþykkt að úthluta lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Lögð fram dagskrá Skipulagsdagsins 2017 sem fer fram 15. september næstkomandi. Dagskráin tekur að þessu sinni mið af tveimur af fjórum viðfangsefnum Landsskipulagsstefnu 2015-2026, eða skipulagi miðhálendisins og skipulagi borgar og bæja. Fundarstaður Gamla bío í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Bragi Stefán Hrólfsson kt. 041144-2899, undirritaður samkvæmt umboði, f.h. þinglýstra eigenda Krithólsgerðis landnúmer 146187 óska hér með eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum ytri merkjum jarðarinnar eins og þau koma fram á framlögðum afstöðuuppdrætti sem unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 í verki 759102, útg. 21. júlí 2017. Innan merkja jarðarinnar er íbúðarhús með fastanúmer 214-1198. Erindinu fylgir yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki aðliggjandi jarða.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Árni Björn Björnsson kt. 290268-4439 og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir kt. 130673-4659 sækja um að breyta inngangi og útlit húss sem stendur á lóðinni nr. 8 við Aðalgötu ásamt því að girða hluta lóðarinnar.
Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki nr. 7283, nr. A-102, dags 3. mars 2011, breytt 9. janúar 2017. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Jóhann Valur Stefánsson kt. 270159-3629, Leifur Aðalsteinsson kt. 310160-2539 og Jóhannes Þór Guðmundsson kt. 200549-4229 sækja fh. Melhorns ehf. kt. 710117-1280 um heimild til að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar Mels skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður var á Lotu ehf. af Kristni Eiríkssyni kt. 120556-2749. Númer uppdráttar er Melur-C-0.101 í verki nr.6168-200. dags. 27.júlí 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Valur Valsson kt. 131182-3099 sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum um stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta gáma á lóðinni sinni við Áshildarholt. Samþykkt, stöðuleyfi veitt til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Rögnvaldur Guðmundsson sækir fh. RARIK um strenglögn í landi Hellulands og í landi nokkurra lóða sem skipt hefur verið út úr Hellulandi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggja umsagnir Vegagerðar, Minjavarðar og landeigenda. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Taka þarf tillit til umsagna Vegagerðar og Minjavarðar varðandi framkvæmdina.
Bókun fundar Afgreiðsla 309. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 Viggó Jónsson framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Tindastóli óskar fh. Skíðadeildar Tindastóls heimildar til að hefja framkvæmdir við skíðalyftu sem setja á upp við enda núverandi lyftu. Meðfylgjandi eru uppdrættir af mannvirkinu ásamt afstöðumynd. Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins. Erindið samþykkt. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Skíðasvæðið í Tindastóli -Umsókn um framkvæmdaleyfi - Skíðalyfta" Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 309 54. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 54. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
17.Fræðslunefnd - 123
Málsnúmer 1709001FVakta málsnúmer
Fundargerð 123. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 123 Lagðar fram upplýsingar um stöðu dagvistarmála í Skagafirði. Nokkur biðlisti er á Sauðárkróki, foreldragreiðslur sem samþykktar voru í mars 2017, hafa mælst afar vel fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Grunnteikningar af nýbyggingu af leikskólanum Tröllaborg á Hofsósi lagðar fram til kynningar. Verið er að vinna kostnaðargreiningu og frekari hönnun. Ítrekað er að verkinu verði hraðað eins og kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Skólasamningur og eyðublað um myndbirtingar af börnum í leikskólum Skagafjarðar lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Tölur um nemendafjölda skólaárið 2017-2018 lagðar fram. Börn í leikskólum eru 236 og nemendur í grunnskólum eru 512. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Drög að markmiðum og viðmiðum vegna starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn, sem mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur að, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Nefndin fagnar ákvörðun byggðarráðs frá 24. ágúst 2017, um að veita grunnskólanemendum ókeypis námsgögn. Nefndinni þykir ljóst að þetta komi heimilum mjög vel. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Sviðsstjóri fór yfir mál og verkefni sem eru á döfinni í skólum Skagafjarðar skólaárið 2017-2018. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 123 Upplýst var að samningar um skólaakstur renna út 31. maí 2018. Málinu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar fræðslunefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
18.Félags- og tómstundanefnd - 246
Málsnúmer 1709014FVakta málsnúmer
Fundargerð 246. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 246 Farið yfir rekstrarniðurstöður málaflokka 02 og 06 fyrstu átta mánuði ársins. Reksturinn er í jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Félags- og tómstundanefnd - 246 Lagðar fram ábendingar frá velferðarráðuneytinu vegna sérstaks húsnæðisstuðnings. Nefndin felur starfsmönnum að vinna tillögur að breyttum tekjuviðmiðum og hlutfalli sérstaks húsnæðisstuðnings af almennum húsnæðisbótum og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Félags- og tómstundanefnd - 246 Nefndin samþykkir leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri/ósiðlegri hegðun í sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12 "Leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri eða ósiðlegri hegðun". Samþykkt samhljóða. -
Félags- og tómstundanefnd - 246 Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa gert með sér samning um sameiginlegt Þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk.
Samningurinn lagður fram til kynningar auk fundargerða samráðshóps sveitarfélaganna sem unnið hefur að gerð samningsins dagsettar 30.8. og 8.9.2017. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Félags- og tómstundanefnd - 246 Lögð fram fundargerð Þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, dagsett 19.09.2017 ásamt ársyfirliti 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Félags- og tómstundanefnd - 246 Stefna og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni er unnin í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Nefndin samþykkir stefnuna og viðbragðsáætlunina og vísar málinu til byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Félags- og tómstundanefnd - 246 Lögð fram drög að samþykkt fyrir öldungaráð fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Félags- og tómstundanefnd ákvað að senda drögin til umsagnar stjórnar Félags eldriborgara í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Félags- og tómstundanefnd - 246 Félags og tómstundanefnd samþykkir tillögu félagsmálastjóra að breyttu orðalagi 1. mgr. 11. gr. reglnanna, sbr. bókun nefndarinnar 18. maí 2017. 1. málsgrein 11. greininar hljóðar þá: "Foreldrar geta sótt um foreldragreiðslur ef þeim stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldrum né í leikskóla. Foreldragreiðslur eru greiddar eftir á, frá fyrstu mánaðamótum eftir að barn nær 9 mánaða aldri."
Einnig er samþykkt að 2. gr. reglnanna verði breytt og ákvæði um ömmuleyfi og au-pair verði fjarlægt. 2. grein hljóðar þá svo: "Dagforeldri verður að hafa leyfi samkv. reglugerð nr. 907/2005."
Samþykkt og vísað til Byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Félags- og tómstundanefnd - 246 Tekin fyrir 6 erindi, niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
19.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49
Málsnúmer 1709008FVakta málsnúmer
Fundargerð 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að kanna áhuga fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á því að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki vorið 2018. Reynist almennur áhugi fyrir því samþykkir nefndin að standa fyrir sýningunni. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Tekið fyrir erindi frá JS/Island um útgáfu kynningarrits um Sveitarfélagið Skagafjörð. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fara í samstarf um slíka útgáfu. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Tekið fyrir erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017-2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Tekin fyrir kynning á málþingi um innanlandsflug sem almenningssamgöngur, sem haldið verður á Hótel Natura, 4. október kl. 13. Stefnt er að því að fulltrúar úr nefndinni sæki málþingið. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 49 Kynnt bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er leiguflug á milli Bretlands og Akureyrar sem hefst í janúar 2018. Flugið er á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og er flogið frá nokkrum borgum í Bretlandi til Akureyrar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar beinu flugi á milli Bretlands og Norðurlands og vonar að þessi þróun geti haldið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
20.Byggðarráð Skagafjarðar - 794
Málsnúmer 1709011FVakta málsnúmer
Fundargerð 794. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi forseta, Björg Baldursdóttir, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi forseta, Ásta Björg Pálmadóttir, kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 13. september 2017 varðandi afskrift á fyrndu og óinnheimtanlegu útsvari að höfuðstólsupphæð 109.344 kr., samtals með vöxtum 191.355 krónur. Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda kröfu. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 14. september 2017 varðandi afskrift á fyrndu og óinnheimtanlegu útsvari að höfuðstólsupphæð 39.741 kr., samtals með vöxtum 69.813 krónur. Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda kröfu. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.
Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.
Byggðarráð óskar eftir umsögn frá félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnu- menningar og kynningarnefnd.
Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá Guðrúnu Sigurjónsdóttr, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, dagsettur 28.ágúst 2017, þar sem Barnaverndarstofa ítrekar ósk sína um að losna undan gildandi leigusamningi fyrir Háholt sem fyrst.
Þar sem ekki ligga fyrir endanleg svör frá velferðarráðherra og velferðarnefnd um lokun Háholts telur Byggðarráð ekki hægt að taka afstöðu til erindisins. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með drög að nýjum rekstrarsamningi við Skíðadeild Tindastóls með sama gildistíma og núverandi samningur. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á. Byggðarráð vísar samningnum til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 11 "Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lögð fram fundargerð frá 30.ágúst 2017 vegna opnun tilboða í útboðsverkið "Gervigrasvöllur á Sauðárkróki - Jarðvinna, lagnir og uppsteypa". Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Stoðar ehf verkfræðistofu, Aðalgötu 21, Sauðárkróki. Eitt tilboð barst frá Friðrik Jónssyni ehf að upphæð kr. 133.814.718, kostnaðaráætlun Stoð ehf verkfræðistofu er kr.108.524.550. Tilboðsfjárhæðin er 23.3% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Friðriks Jónssonar ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 15.september 2017 um að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verði haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi. Húsnæðisþing er vettvangur þar sem lagður er grunnur að húsnæðisstefnu stjórnvalda og þar verður farið yfir stöðu húsnæðismála byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Þá verða nýjustu rannsóknir á sviði húsnæðismála kynntar sem og mögulegar lausnir í húsnæðismálum. Á Húsnæðisþingi 2017 verður einnig farið sérstaklega yfir stöðu húsnæðissáttmála ríkisstjórnarinnar og eru sveitarfélög hvött til þess að taka daginn frá. ´
Byggðarráð hvetur þá sveitarstjórnarfulltrúa sem hafa tök á að mæta.
Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017 sem haldin verður fimmtudaginn 5. október og föstudaginn 6. október á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn sæki ráðstefnuna.
Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Byggðarráð samþykkir að auglýsa til sölu fasteignina að Suðurbraut 7, Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagt fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2016. Í ársskýrslunni má meðal annars finna ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk ávarps forstjóra. Um mitt næsta ár kemur til framkvæmda ný evrópsk reglugerð um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi, en löggjöfin verður innleidd hérlendis og mun ná til allrar vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Hún mun því gilda um starfsemi hins opinbera, en einnig fyrir einkageirann og sveitarfélögin. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
21.Byggðarráð Skagafjarðar - 793
Málsnúmer 1709007FVakta málsnúmer
Fundargerð 793. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Lagður fram tölvupóstur frá Kjartani Jónssyni ásamt myndum þar sem sveitarfélaginu er boðið til kaups fuglasafn. Þetta sérstaka og fágæta safn telur nú 150 fugla ásamt hvítum ref og hvítum mink. Byggðarráð þakkar fyrir boðið en sér ekki fært að kaupa safnið.
Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Lagt fram aðalfundarboð frá Verinu Vísindagarðar ehf. Aðalfundur verður haldinn þann 25. október n.k. kl. 16.00.
Byggðarráð samþykkir að Gunnsteinn Björnsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Lagt fram bréf frá Einari Þorvaldssyni þar sem hann óskar eftir því að farið verði í meiri þakviðgerðir á Félagsheimilinu Höfðaborg en til stendur á þessu ári. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar ársins 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Lögð fram drög að samþykktum fyrir öldungaráð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til umsagnar hjá Félags- og tómstundanefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Á byggðarráðsfundi 10.nóvember 2016 vísaði Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem gerði ráð fyrir 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l. Sveitarstjórn samþykkti að hafna hækkun kjararáðs og fól byggðarráði að koma með aðra tillögu. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til við sveitarstjórn að nefndarlaun sem bundin eru þingfarakaupi samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins hækki um 15% í stað 44%. Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Sveitarstjóri fór yfir verklag vegna fjárhagsáætlunar 2018-2021. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag. Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 793. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Lagt fram til kynningar reglugerðarbreytingar varðandi fjármál sveitarfélaga. Reglugerðir númer 792/2017 og 793/2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 793 Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 12.september 2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Björg Baldursdóttir (VG) situr fundinn í stað Bjarna Jónssonar (VG)