Fara í efni

Umsókn um stofnframlag til leiguíbúða

Málsnúmer 1610157

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 761. fundur - 20.10.2016

Lögð fram umsókn frá Skagfirskum leiguíbúðum hses., dagsett 14. október 2016 um stofnframlag og viðbótarframlag frá Sveitarafélaginu Skagafirði til byggingar átta leiguíbúða sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til Skagfirskra leiguíbúða hses. til byggingar tveggja fjölbýlishúsa, samtals átta íbúðir, í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 762. fundur - 27.10.2016

Byggðarráð samþykkir að stofnframlag og viðbótarframlag frá Sveitarfélaginu Skagafirði til byggingar átta leiguíbúða á vegum Skagfirskra leiguíbúða hses. verði annars vegar á formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og hins vegar með beinu viðbótarfjárframlagi til að mæta kröfu um 16% hlutfall stofnframlags (12% stofnframlag og 4% viðbótarframlag) sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.